Segir Ísland kannski skást í jafnréttismálum en ekki best Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
„Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira