Fjöldi fólks látið lífið vegna lífshættulegra lækningatækja Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 11:03 Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað. Getty Sjúklingar um allan heim þjást og margir hafa látið lífið vegna gallaðra lækningatækja sem komast á markað sökum lítils regluverks og skorts á gagnsæi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ sem heitir The Implant Files, eða ígræðsluskjölin. Gangráðar, mjaðmaliðir, getnaðarvarnir og brjóstapúðar eru meðal þeirra lækningatækja sem hafa valdið fólki vandræðum og margir hafa þannig þurft að fara í frekari aðgerðir og fjöldi fólks hefur látið lífið. Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað.Tenging krabbameins við brjóstapúða Á árunum 2015 til 2018 fengu eftirlitsstofnanir tilkynningar um 62.000 slík frávik. Þriðjungur málanna hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana og 1004 létust. Í Bandaríkjunum hefur matvæla og lyfjaeftirlitið safnað 5,4 milljónum frávika síðasta áratuginn. Oft voru tilkynningarnar frá framleiðendum sem tilkynntu um galla í tækjum sem höfðu komið upp annars staðar í heiminum. Í 1,7 milljónum tilfella var um að ræða alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og nær 83 þúsund dauðsföll. Í 500 þúsund tilfellum þurfti að fjarlægja ígræðsluna. 252 blaðamenn frá 59 fjölmiðlum í 36 löndum komu að umfjöllun ICIJ.Meðal þess helsta sem kemur fram í umfjölluninni er:Gervimjaðmir eru seldar til sjúkrahúsa án nokkurra klínískra tilraunaSjaldgæft eitlakrabbamein hefur verið rakið til ákveðinnar tegundar brjóstapúða sem grædd hefur verið í milljónir kvenna. Sjúklingar hafi stólað á gallaða gangráða þó að framleiðendur hafi verið meðvitaðir um vandamálEftirlitsaðilar samþykktu mjaðmahryggjaígræsðlur sem eyddust og færðust til í sjúklingumSkurðlæknar viðurkenna að þeir hafi ekki getað greint sjúklingum frá áhættum sem fylgi ígræðslum vegna skorts á miðlægum skráningum. Niðurstöðurnar hafa vakið umtal og áhyggjur af hve litla skoðun tækin þurfi að standast áður en og eftir að þau fara á markað sem og hvort eftirlitsaðilar verði varir við galla og þá hvernig brugðist er við þeim. Þá eru framleiðendur sjálfir ábyrgir fyrir því að prófa eigin vörur eftir að frávik koma upp. Upplýsingum um galla í lækningatækjum er víða haldið leyndum og þar af leiðandi getur sjúklingum reynst erfitt að afla sér upplýsinga um aðgerðir sem læknar ráðleggja þeim að gangast undir. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun um frávikatilkynningar sem borist hafa stofnuninni vegna lækningatækja. Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Sjúklingar um allan heim þjást og margir hafa látið lífið vegna gallaðra lækningatækja sem komast á markað sökum lítils regluverks og skorts á gagnsæi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ sem heitir The Implant Files, eða ígræðsluskjölin. Gangráðar, mjaðmaliðir, getnaðarvarnir og brjóstapúðar eru meðal þeirra lækningatækja sem hafa valdið fólki vandræðum og margir hafa þannig þurft að fara í frekari aðgerðir og fjöldi fólks hefur látið lífið. Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað.Tenging krabbameins við brjóstapúða Á árunum 2015 til 2018 fengu eftirlitsstofnanir tilkynningar um 62.000 slík frávik. Þriðjungur málanna hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana og 1004 létust. Í Bandaríkjunum hefur matvæla og lyfjaeftirlitið safnað 5,4 milljónum frávika síðasta áratuginn. Oft voru tilkynningarnar frá framleiðendum sem tilkynntu um galla í tækjum sem höfðu komið upp annars staðar í heiminum. Í 1,7 milljónum tilfella var um að ræða alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og nær 83 þúsund dauðsföll. Í 500 þúsund tilfellum þurfti að fjarlægja ígræðsluna. 252 blaðamenn frá 59 fjölmiðlum í 36 löndum komu að umfjöllun ICIJ.Meðal þess helsta sem kemur fram í umfjölluninni er:Gervimjaðmir eru seldar til sjúkrahúsa án nokkurra klínískra tilraunaSjaldgæft eitlakrabbamein hefur verið rakið til ákveðinnar tegundar brjóstapúða sem grædd hefur verið í milljónir kvenna. Sjúklingar hafi stólað á gallaða gangráða þó að framleiðendur hafi verið meðvitaðir um vandamálEftirlitsaðilar samþykktu mjaðmahryggjaígræsðlur sem eyddust og færðust til í sjúklingumSkurðlæknar viðurkenna að þeir hafi ekki getað greint sjúklingum frá áhættum sem fylgi ígræðslum vegna skorts á miðlægum skráningum. Niðurstöðurnar hafa vakið umtal og áhyggjur af hve litla skoðun tækin þurfi að standast áður en og eftir að þau fara á markað sem og hvort eftirlitsaðilar verði varir við galla og þá hvernig brugðist er við þeim. Þá eru framleiðendur sjálfir ábyrgir fyrir því að prófa eigin vörur eftir að frávik koma upp. Upplýsingum um galla í lækningatækjum er víða haldið leyndum og þar af leiðandi getur sjúklingum reynst erfitt að afla sér upplýsinga um aðgerðir sem læknar ráðleggja þeim að gangast undir. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun um frávikatilkynningar sem borist hafa stofnuninni vegna lækningatækja.
Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira