Áttatíu mínútna langt lag til heiðurs látnum hljómsveitarmeðlim Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2018 15:10 Tónlist Bell Witch er þung, hæg og þrúgandi. vísir/aðsend Drungalega dómsdagsrokkdúóið Bell Witch frá Seattle í Bandaríkjunum kemur fram á Gauknum á miðvikudaginn. Sveitin mun á tónleikunum leika þriðju breiðskífu sína í heild sinni, en á henni er einungis að finna eitt lag, 84 mínútna langt. Platan, sem kom út árið 2017, heitir Mirror Reaper og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Árið 2016 lést stofnmeðlimur og trommari sveitarinnar, Adrian Guerra, aðeins 36 ára að aldri. Árið áður hafði núverandi trommari sveitarinnar; Jesse Shreibman, tekið við keflinu af Guerra. Sköpunarferli plötunnar var aðeins á byrjunarstigi þegar andlátið varð, og breytti það algjörlega sýn þeirra á tónlistina sem þeir voru að vinna að. Hljómsveitinni þótti mikilvægt að heiðra Guerra en án þess þó að hjakka í sama fari og eldra efni sveitarinnar. Um miðbik plötunnar eru nýttar áður ónotaðar raddupptökur frá trommaranum látna, sem Dylan Desmond, hinn stofnmeðlimur tvíeykisins, vissi að hann yrði að nota á nýju plötuna í kjölfar þess að Guerra lést. Hér að neðan má hlusta á lagið. mirror reaperÞó að það sé ekki beint daglegt brauð að 80 mínútna löng lög séu gefin út, þá eru þau algengari í dómsdagsrokki en öðrum tónlistarstefnum. Má þar sem dæmi nefna Dopesmoker með Sleep og The Great Barrier Reefer með Bongripper.Ásamt Bell Witch koma fram íslensku sveitirnar Heift og Vofa. Tónleikarnir eru haldnir af skipuleggjendum árlegu þungarokkshátíðarinnar Reykjavík Metalfest, en hún verður næst haldin 16. maí 2019 á Gauknum. Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Drungalega dómsdagsrokkdúóið Bell Witch frá Seattle í Bandaríkjunum kemur fram á Gauknum á miðvikudaginn. Sveitin mun á tónleikunum leika þriðju breiðskífu sína í heild sinni, en á henni er einungis að finna eitt lag, 84 mínútna langt. Platan, sem kom út árið 2017, heitir Mirror Reaper og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Árið 2016 lést stofnmeðlimur og trommari sveitarinnar, Adrian Guerra, aðeins 36 ára að aldri. Árið áður hafði núverandi trommari sveitarinnar; Jesse Shreibman, tekið við keflinu af Guerra. Sköpunarferli plötunnar var aðeins á byrjunarstigi þegar andlátið varð, og breytti það algjörlega sýn þeirra á tónlistina sem þeir voru að vinna að. Hljómsveitinni þótti mikilvægt að heiðra Guerra en án þess þó að hjakka í sama fari og eldra efni sveitarinnar. Um miðbik plötunnar eru nýttar áður ónotaðar raddupptökur frá trommaranum látna, sem Dylan Desmond, hinn stofnmeðlimur tvíeykisins, vissi að hann yrði að nota á nýju plötuna í kjölfar þess að Guerra lést. Hér að neðan má hlusta á lagið. mirror reaperÞó að það sé ekki beint daglegt brauð að 80 mínútna löng lög séu gefin út, þá eru þau algengari í dómsdagsrokki en öðrum tónlistarstefnum. Má þar sem dæmi nefna Dopesmoker með Sleep og The Great Barrier Reefer með Bongripper.Ásamt Bell Witch koma fram íslensku sveitirnar Heift og Vofa. Tónleikarnir eru haldnir af skipuleggjendum árlegu þungarokkshátíðarinnar Reykjavík Metalfest, en hún verður næst haldin 16. maí 2019 á Gauknum.
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira