Versti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2018 10:00 Sjúklingur fær meðferð hjá Læknum í Austur-Kongó. Nordicphotos/AFP Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur miklar áhyggjur af ebólufaraldri sem nú geisar í Austur-Kongó. Í vikulegri skýrslu, sem fréttaveita AP fjallaði um í gær, kom fram að 36 ný tilfelli hafi verið skráð í vikunni. Þar af greindust sjö börn undir tveggja ára aldri með sjúkdóminn. Það að svo ung börn veikist er áhyggjuefni, að mati WHO. Fá tilfelli þar sem börn hafa greinst með ebólu þekkjast en sérfræðingar stofnunarinnar telja að börnin í Kongó hafi veikst vegna sýktrar brjóstamjólkur eða annarrar umgengni við sýkt foreldri. Sjúkdómurinn berst manna á milli með líkamsvessum. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Afríkuríkinu eru alls 346 staðfest tilfelli frá því að faraldurinn braust út. Þar af hafa 39 heilbrigðisstarfsmenn sýkst og alls hafa 175 farist. Faraldurinn er sá versti í skráðri sögu ríkisins. Staðan gæti mögulega versnað en sérfræðingar WHO telja mikla hættu á því að faraldurinn leiti út fyrir Austur-Kongó. Í Úganda eru yfirvöld farin að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn við sjúkdómnum en WHO hefur ekki enn mælt með ferðabanni. Þótt faraldurinn einn og sér teljist erfitt viðfangsefni hefur heilbrigðisfólk einnig þurft að hafa áhyggjur af átökum á svæðinu. Um síðustu helgi þurfti að rýma heilsugæslustöðvar og neyðarspítala WHO í borginni Beni eftir að skæruliðar gerðu árás. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á bólusetningum og allri hjálp við sjúka. Samkvæmt tilkynningu frá WHO um síðustu helgi særðist hins vegar enginn heilbrigðisstarfsmaður í árásunum. Átta friðargæsluliðar féllu. „WHO mun halda áfram að vinna með heilbrigðisráðuneytinu og samstarfsfólki til þess að ráða niðurlögum þessa ebólufaraldurs. Við munum heiðra minningu þeirra sem hafa dáið í þessari baráttu og fordæmum harkalega þessa viðvarandi ógn við öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ var haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, í tilkynningu um síðustu helgi. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur miklar áhyggjur af ebólufaraldri sem nú geisar í Austur-Kongó. Í vikulegri skýrslu, sem fréttaveita AP fjallaði um í gær, kom fram að 36 ný tilfelli hafi verið skráð í vikunni. Þar af greindust sjö börn undir tveggja ára aldri með sjúkdóminn. Það að svo ung börn veikist er áhyggjuefni, að mati WHO. Fá tilfelli þar sem börn hafa greinst með ebólu þekkjast en sérfræðingar stofnunarinnar telja að börnin í Kongó hafi veikst vegna sýktrar brjóstamjólkur eða annarrar umgengni við sýkt foreldri. Sjúkdómurinn berst manna á milli með líkamsvessum. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Afríkuríkinu eru alls 346 staðfest tilfelli frá því að faraldurinn braust út. Þar af hafa 39 heilbrigðisstarfsmenn sýkst og alls hafa 175 farist. Faraldurinn er sá versti í skráðri sögu ríkisins. Staðan gæti mögulega versnað en sérfræðingar WHO telja mikla hættu á því að faraldurinn leiti út fyrir Austur-Kongó. Í Úganda eru yfirvöld farin að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn við sjúkdómnum en WHO hefur ekki enn mælt með ferðabanni. Þótt faraldurinn einn og sér teljist erfitt viðfangsefni hefur heilbrigðisfólk einnig þurft að hafa áhyggjur af átökum á svæðinu. Um síðustu helgi þurfti að rýma heilsugæslustöðvar og neyðarspítala WHO í borginni Beni eftir að skæruliðar gerðu árás. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á bólusetningum og allri hjálp við sjúka. Samkvæmt tilkynningu frá WHO um síðustu helgi særðist hins vegar enginn heilbrigðisstarfsmaður í árásunum. Átta friðargæsluliðar féllu. „WHO mun halda áfram að vinna með heilbrigðisráðuneytinu og samstarfsfólki til þess að ráða niðurlögum þessa ebólufaraldurs. Við munum heiðra minningu þeirra sem hafa dáið í þessari baráttu og fordæmum harkalega þessa viðvarandi ógn við öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ var haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, í tilkynningu um síðustu helgi.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira