Versti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2018 10:00 Sjúklingur fær meðferð hjá Læknum í Austur-Kongó. Nordicphotos/AFP Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur miklar áhyggjur af ebólufaraldri sem nú geisar í Austur-Kongó. Í vikulegri skýrslu, sem fréttaveita AP fjallaði um í gær, kom fram að 36 ný tilfelli hafi verið skráð í vikunni. Þar af greindust sjö börn undir tveggja ára aldri með sjúkdóminn. Það að svo ung börn veikist er áhyggjuefni, að mati WHO. Fá tilfelli þar sem börn hafa greinst með ebólu þekkjast en sérfræðingar stofnunarinnar telja að börnin í Kongó hafi veikst vegna sýktrar brjóstamjólkur eða annarrar umgengni við sýkt foreldri. Sjúkdómurinn berst manna á milli með líkamsvessum. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Afríkuríkinu eru alls 346 staðfest tilfelli frá því að faraldurinn braust út. Þar af hafa 39 heilbrigðisstarfsmenn sýkst og alls hafa 175 farist. Faraldurinn er sá versti í skráðri sögu ríkisins. Staðan gæti mögulega versnað en sérfræðingar WHO telja mikla hættu á því að faraldurinn leiti út fyrir Austur-Kongó. Í Úganda eru yfirvöld farin að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn við sjúkdómnum en WHO hefur ekki enn mælt með ferðabanni. Þótt faraldurinn einn og sér teljist erfitt viðfangsefni hefur heilbrigðisfólk einnig þurft að hafa áhyggjur af átökum á svæðinu. Um síðustu helgi þurfti að rýma heilsugæslustöðvar og neyðarspítala WHO í borginni Beni eftir að skæruliðar gerðu árás. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á bólusetningum og allri hjálp við sjúka. Samkvæmt tilkynningu frá WHO um síðustu helgi særðist hins vegar enginn heilbrigðisstarfsmaður í árásunum. Átta friðargæsluliðar féllu. „WHO mun halda áfram að vinna með heilbrigðisráðuneytinu og samstarfsfólki til þess að ráða niðurlögum þessa ebólufaraldurs. Við munum heiðra minningu þeirra sem hafa dáið í þessari baráttu og fordæmum harkalega þessa viðvarandi ógn við öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ var haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, í tilkynningu um síðustu helgi. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur miklar áhyggjur af ebólufaraldri sem nú geisar í Austur-Kongó. Í vikulegri skýrslu, sem fréttaveita AP fjallaði um í gær, kom fram að 36 ný tilfelli hafi verið skráð í vikunni. Þar af greindust sjö börn undir tveggja ára aldri með sjúkdóminn. Það að svo ung börn veikist er áhyggjuefni, að mati WHO. Fá tilfelli þar sem börn hafa greinst með ebólu þekkjast en sérfræðingar stofnunarinnar telja að börnin í Kongó hafi veikst vegna sýktrar brjóstamjólkur eða annarrar umgengni við sýkt foreldri. Sjúkdómurinn berst manna á milli með líkamsvessum. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Afríkuríkinu eru alls 346 staðfest tilfelli frá því að faraldurinn braust út. Þar af hafa 39 heilbrigðisstarfsmenn sýkst og alls hafa 175 farist. Faraldurinn er sá versti í skráðri sögu ríkisins. Staðan gæti mögulega versnað en sérfræðingar WHO telja mikla hættu á því að faraldurinn leiti út fyrir Austur-Kongó. Í Úganda eru yfirvöld farin að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn við sjúkdómnum en WHO hefur ekki enn mælt með ferðabanni. Þótt faraldurinn einn og sér teljist erfitt viðfangsefni hefur heilbrigðisfólk einnig þurft að hafa áhyggjur af átökum á svæðinu. Um síðustu helgi þurfti að rýma heilsugæslustöðvar og neyðarspítala WHO í borginni Beni eftir að skæruliðar gerðu árás. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á bólusetningum og allri hjálp við sjúka. Samkvæmt tilkynningu frá WHO um síðustu helgi særðist hins vegar enginn heilbrigðisstarfsmaður í árásunum. Átta friðargæsluliðar féllu. „WHO mun halda áfram að vinna með heilbrigðisráðuneytinu og samstarfsfólki til þess að ráða niðurlögum þessa ebólufaraldurs. Við munum heiðra minningu þeirra sem hafa dáið í þessari baráttu og fordæmum harkalega þessa viðvarandi ógn við öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ var haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, í tilkynningu um síðustu helgi.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira