Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 21:06 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar var tekin til skoðunar á fundi Borgarráðs í dag. Vísir/Vilhelm Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Verið er að vinna úr ábendingunum að því er kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Tilefni tilkynningarinnar eru ummæli stjórnmálafólks um málefni Orkuveitunnar í fjölmiðlum í dag. Vill fyrirtækið benda á að samkvæmt niðurstöðu rannsóknar Félagsvísindastofnunar HÍ sé starfsfólk OR almennt ánægt í starfi og hollusta við fyrirtækið mikil. „Starfsfólk upplifir stuðning frá samstarfsfólki sínu og yfirmönnum og telur starfsanda góðan. Flestir telja sig hafa mikinn sveigjanleika í starfi og tekst vel að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð. Starfsmenn OR eru jafnframt nokkuð ánægðir með yfirmenn sína og telja þá koma vel fram við starfsfólk. Fimm af hverjum sex starfsmönnum OR bera mikið traust til framkvæmdastjóra síns fyrirtækis eða sviðs, en heldur lægra hlutfall ber traust til æðstu stjórnenda OR samstæðunnar.“ Þá segir að hluti skýrslu Félagsvísindastofnunar, sem kynntur var stjórnum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar, sé ekki gerður opinber vegna persónuverndarsjónarmiða. Forstjóri Orkuveitunnar hefur ekki fengið þann hluta skýrslunnar í hendur. Þá séu upplýsingar um starfsmannaveltu hjá OR opinberar og birtar í ársskýrslu fyrirtækisins og að því er fyrirtækið kemst næst er starfsmannavelta hjá samstæðunni ekki óvenjulega mikil.Fagna því að niðurstaða sé komin Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar var tekin til skoðunar á fundi Borgarráðs í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti Borgarráðs, segir að skýrslan sé mjög góð.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn.vísir/vilhelm„Mér finnst hún ekki síst góð því hún dregur upp mörg, mörg, mörg verkefni sem er þarft að vinna. Nú er stjórn félagsins komin með mikið af efni sem er fullur vilji, og við fengum það staðfest í dag að það er fullur vilji til að taka áfram og vinna með. Ég fagna því að þessi niðurstaða er komin,“ segir Þórdís Lóa. „Mér finnst mikilvægt núna að við erum komin með niðurstöðu. Auðvitað fór þetta á mikið flug á sósíal medíunni og það sýnir bara hversu raunverulegt þetta er um allt samfélag. Ef þetta hefði komið upp fyrir tíu árum síðan þá spyr ég hefði þetta farið á svona mikið flug? Ég held ekki og ég held það sé gott að þetta fór á þetta flug. Við fengum aðgerðir, stjórnin tók mjög ábyrga afstöðu, tók til málanna, bað innri endurskoðun að koma. Að þessu kom Félagsvísindastofnun sem gerði mjög ítarlega greiningu á starfsmannamenningu. Það var okkar krafa, eigendanna, að spyrja við viljum fá að sjá er þarna um vona menningu að ræða eða er þetta eitthvað sem er vinnandi vegur að vinna með og svarið er að þarna er mjög sæmandi menning en það er líka fullt af verkefnum sem þarf að vinna.“Ekki þörf á að borgarráð fái hluta skýrslunnar Hluti skýrslunnar er eigindleg skýrsla Félagsvísindastofnunar sem skrifuð var út frá fjölda starfsmann. Sá hluti verður ekki birtur vegna persónuverndarsjónarmiða. Þórdís Lóa segir ekki þörf á því að borgarráð sjái þann hluta.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton„Ég geri bara fastlega ráð fyrir því að stjórnin fái það. Það er ekki borgarráð sem þarf á því að halda. Það sem við þurfum að vita er að stjórn taki þetta föstum tökum og það er verkefni stjórnar að halda þessu málefni gangandi og stýra Orkuveitunni.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að málið sé fyrst og fremst á borði stjórnar Orkuveitunnar og starfandi forstjóra og segir að honum finnist hafa verið tekið af málinu af festu. „Úttektin er mjög ítarleg, greinilega mjög vönduð og gríðarmargir óháðir sérfræðingar kallaðir til. Já ég er ánægður með þau vinnubrögð sem birtast í málinu og núna auðvitað heldur stjórnin áfram sinni umfjöllun um það og fylgir þessu eftir með umbótum eins og þarf.“Klippa: Viðbrögð borgarfulltrúa við skýrslu innri endurskoðunar Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Rúm þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sögðust hafa upplifað einelti á vinnustað. 21. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Verið er að vinna úr ábendingunum að því er kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Tilefni tilkynningarinnar eru ummæli stjórnmálafólks um málefni Orkuveitunnar í fjölmiðlum í dag. Vill fyrirtækið benda á að samkvæmt niðurstöðu rannsóknar Félagsvísindastofnunar HÍ sé starfsfólk OR almennt ánægt í starfi og hollusta við fyrirtækið mikil. „Starfsfólk upplifir stuðning frá samstarfsfólki sínu og yfirmönnum og telur starfsanda góðan. Flestir telja sig hafa mikinn sveigjanleika í starfi og tekst vel að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð. Starfsmenn OR eru jafnframt nokkuð ánægðir með yfirmenn sína og telja þá koma vel fram við starfsfólk. Fimm af hverjum sex starfsmönnum OR bera mikið traust til framkvæmdastjóra síns fyrirtækis eða sviðs, en heldur lægra hlutfall ber traust til æðstu stjórnenda OR samstæðunnar.“ Þá segir að hluti skýrslu Félagsvísindastofnunar, sem kynntur var stjórnum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar, sé ekki gerður opinber vegna persónuverndarsjónarmiða. Forstjóri Orkuveitunnar hefur ekki fengið þann hluta skýrslunnar í hendur. Þá séu upplýsingar um starfsmannaveltu hjá OR opinberar og birtar í ársskýrslu fyrirtækisins og að því er fyrirtækið kemst næst er starfsmannavelta hjá samstæðunni ekki óvenjulega mikil.Fagna því að niðurstaða sé komin Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar var tekin til skoðunar á fundi Borgarráðs í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti Borgarráðs, segir að skýrslan sé mjög góð.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn.vísir/vilhelm„Mér finnst hún ekki síst góð því hún dregur upp mörg, mörg, mörg verkefni sem er þarft að vinna. Nú er stjórn félagsins komin með mikið af efni sem er fullur vilji, og við fengum það staðfest í dag að það er fullur vilji til að taka áfram og vinna með. Ég fagna því að þessi niðurstaða er komin,“ segir Þórdís Lóa. „Mér finnst mikilvægt núna að við erum komin með niðurstöðu. Auðvitað fór þetta á mikið flug á sósíal medíunni og það sýnir bara hversu raunverulegt þetta er um allt samfélag. Ef þetta hefði komið upp fyrir tíu árum síðan þá spyr ég hefði þetta farið á svona mikið flug? Ég held ekki og ég held það sé gott að þetta fór á þetta flug. Við fengum aðgerðir, stjórnin tók mjög ábyrga afstöðu, tók til málanna, bað innri endurskoðun að koma. Að þessu kom Félagsvísindastofnun sem gerði mjög ítarlega greiningu á starfsmannamenningu. Það var okkar krafa, eigendanna, að spyrja við viljum fá að sjá er þarna um vona menningu að ræða eða er þetta eitthvað sem er vinnandi vegur að vinna með og svarið er að þarna er mjög sæmandi menning en það er líka fullt af verkefnum sem þarf að vinna.“Ekki þörf á að borgarráð fái hluta skýrslunnar Hluti skýrslunnar er eigindleg skýrsla Félagsvísindastofnunar sem skrifuð var út frá fjölda starfsmann. Sá hluti verður ekki birtur vegna persónuverndarsjónarmiða. Þórdís Lóa segir ekki þörf á því að borgarráð sjái þann hluta.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton„Ég geri bara fastlega ráð fyrir því að stjórnin fái það. Það er ekki borgarráð sem þarf á því að halda. Það sem við þurfum að vita er að stjórn taki þetta föstum tökum og það er verkefni stjórnar að halda þessu málefni gangandi og stýra Orkuveitunni.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að málið sé fyrst og fremst á borði stjórnar Orkuveitunnar og starfandi forstjóra og segir að honum finnist hafa verið tekið af málinu af festu. „Úttektin er mjög ítarleg, greinilega mjög vönduð og gríðarmargir óháðir sérfræðingar kallaðir til. Já ég er ánægður með þau vinnubrögð sem birtast í málinu og núna auðvitað heldur stjórnin áfram sinni umfjöllun um það og fylgir þessu eftir með umbótum eins og þarf.“Klippa: Viðbrögð borgarfulltrúa við skýrslu innri endurskoðunar
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Rúm þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sögðust hafa upplifað einelti á vinnustað. 21. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30
Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Rúm þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sögðust hafa upplifað einelti á vinnustað. 21. nóvember 2018 06:00