Rauði djöfullinn lyftir Marvel aftur á hærra plan Þórarinn Þórarinsson skrifar 22. nóvember 2018 12:00 Blinda ofurhetjan Daredevil neyðist til þess að byggja sig upp frá grunni í skugga Kingpin sem Vincent D'Onofrio gerir stórkostleg skil. Rauði búningurinn er farinn en Matt Murdock hefur aldrei verið grimmari. Netflix Daredevil Þáttaröð 3 Aðalhlutverk: Charlie Cox, Vincent D'Onofrio, Deborah Ann Woll. Alvöru nördar allra landa sameinuðust í sorg í byrjun síðustu viku þegar einn þeirra allra heilagasti andi, myndasöguhöfundurinn Stan Lee, kvaddi þennan heim væntanlega og vonandi saddur lífdaga, 95 ára að aldri. Flestar dáðustu, harmrænustu og flottustu ofurhetjur Marvel-heimsins eru hugarfóstur Lees. Látum hér nægja að nefna Spider-Man, Iron Man, Þór, Hulk, Black Panther og Doctor Strange. Og auðvitað blinda lögmanninn Matt Murdock sem notar frístundir sínar um kvöld og helgar til þess að berja á glæpahyski sem herjar á New York. Daredevil er dásamlega svöl ofurhetja og hefur verið í algeru uppáhaldi hjá mér frá 1982 þegar frábær nálgun myndasöguhöfundarins Franks Miller á persónuna var notuð sem aukaefni og uppfylling í íslensku hasarblöðunum um Hulk sem Siglufjarðarprentsmiðjan gaf út. Drungalegur film noir-andinn sem sveif yfir harmþrunginni hetjusögu Matts Murdock á Miller-tímabilinu var og er algerlega ómótstæðilegur og því hefði mátt ætla að lítið mál væri að færa Daredevil fyrirhafnarlítið af síðum myndasögublaðanna yfir á bíótjaldið.Stórkostleg vonbrigði Þegar síðan loksins kom að því að gengið var í málið og Daredevil var kvikmyndaður 2003 urðu vonbrigðin gríðarleg, beinlínis lamandi. Ben Affleck var ömurlegur Matt Murdock og Daredevil-búningurinn hans var hörmung. Jon Favreau var varla boðlegur sem félagi hans í lögmennskunni, sá annars yndislegi Foggy Nelson. Jennifer Garner tókst svo gott sem að gera út af við einhverja svölustu kvenhetju myndasagnanna, ninjuna Elektru, og risinn Michael Clarke Duncan, blessuð sé minning hans, skilaði gersamlega bitlausum Kingpin. Sá moldríki glæpakóngur er í myndasögunum gersamlega siðlaust og morðótt hálftröll sem leggur lamandi krumlur kúgunar og ótta yfir New York og þá ekki síst æskustöðvar Daredevil í Hell’s Kitchen. Frammistaða ofantalinna ætti að vera og var meira en nóg til þess að æra jafnvel stöðugustu Daredevil-aðdáendur en því miður er Colin Farrell og túlkun hans á leigumorðingjanum sem aldrei missir marks, Bullseye, enn ónefnd. Bullseye á að vera ískaldur og banvænn skrattakollur en Farrell, sem hlýtur að hafa gengið fyrir öflugasta kókaín- og amfetamínkokteil sem sögur fara af, oflék morðingjann með svo átakanlegum fíflagangi að hann yfirskyggir eiginlega alla aðra stórgalla myndarinnar.Kærkomin upprisa á Netflix Sem betur fer dugði þessi hryggðarmynd ekki til þess að gera endanlega út af við Daredevil og þegar Fox missti blessunarlega kvikmyndaréttinn á persónunni sneri Matt Murdock heim til Marvel. Og þar sem Daredevil á ekki beinlínis heima í Avengers-genginu sem hefur staðið sig glimrandi í bíó í áratug, sameinað eða á eigin vegum, var Daredevil fengið það mikilvæga hlutverk að leiða sókn Marvel á sjónvarpsmarkaðinn á vegum Netflix. Það gerði okkar maður með miklum glæsibrag og fyrsta þáttaröðin um Daredevil sem kom fyrir sjónir áhorfenda 2015 var frábær. Viðtökurnar voru enda slíkar að í kjölfarið fylgdu Jessica Jones, Luke Cage, The Punisher og Iron Fist. Allt ágætis stöff en óneitanlega misgott og engir þessara þátta hafa náð sömu hæðum og fyrsti árgangur Daredevil. Rauði djöfullinn hökti meira að segja aðeins í seríu tvö, aðallega vegna þess að Kingpin var fjarri góðu gamni bak við lás og slá. Þessi nýfrumsýnda þriðja sería er hins vegar svo ofboðslega góð að hún toppar meira að segja upphafið. Daredevil 3 er þvottekta hámgláp og eftir fyrstu tvo þættina kemur ekkert annað til greina en að klára hina ellefu í einni beit. Spennan rígheldur og út í gegn og tilfinningatengslin sem myndast milli persónanna og rétt stilltra áhorfenda eru á köflum nánast þrúgandi. Það er engin leið að hætta öðruvísi en að fylgja þeim allt til enda og þau skilja við mann þyrstan í meira.Grátið með vondu köllunum Fegurðin sem fylgir harmrænum undirtónum sögunnar er ekki síst fólgin í því að illmennin eru ekki síður að sligast undan mannlegum tilfinningum en góða fólkið. Kingpin er djöfull, ef ekki Donald Trump, í útblásinni mannsmynd en samt keyrir ástin hann áfram. Sá Bullesye sem hér stígur fram er líka ofboðslega harmræn persóna. Sikkópat vissulega en fórnarlamb aðstæðna, uppeldis eða skorts á því ásamt ást og hlýju. Báðir eru þessir skrattakollar skelfilegir óvinir okkar fólks en samt fá þeir smá samúð og maður er settur í þá ferlegu klemmu að finnast þeir eiga hana skilið. Daredevil eru hreint út sagt bara frábærir þættir og akkúrat þegar maður óttaðist að Netflix væri að fara að glutra Marvel-pakkanum niður kemur þessi magnaði þriðji kafli í sögu blindu hetjunnar sem óttast ekkert. Meira svona! Niðurstaða: Daredevil leiddi sókn Marvel-ofurhetjanna á Netflix og kemur svo firnasterkur inn í þessum þriðja árgangi að maður leyfir sér að vona að framtíðin sé björt. Þessi sería er nefnilega einfaldlega það besta úr þessum heimi á Netflix hingað til. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Disney Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Netflix Daredevil Þáttaröð 3 Aðalhlutverk: Charlie Cox, Vincent D'Onofrio, Deborah Ann Woll. Alvöru nördar allra landa sameinuðust í sorg í byrjun síðustu viku þegar einn þeirra allra heilagasti andi, myndasöguhöfundurinn Stan Lee, kvaddi þennan heim væntanlega og vonandi saddur lífdaga, 95 ára að aldri. Flestar dáðustu, harmrænustu og flottustu ofurhetjur Marvel-heimsins eru hugarfóstur Lees. Látum hér nægja að nefna Spider-Man, Iron Man, Þór, Hulk, Black Panther og Doctor Strange. Og auðvitað blinda lögmanninn Matt Murdock sem notar frístundir sínar um kvöld og helgar til þess að berja á glæpahyski sem herjar á New York. Daredevil er dásamlega svöl ofurhetja og hefur verið í algeru uppáhaldi hjá mér frá 1982 þegar frábær nálgun myndasöguhöfundarins Franks Miller á persónuna var notuð sem aukaefni og uppfylling í íslensku hasarblöðunum um Hulk sem Siglufjarðarprentsmiðjan gaf út. Drungalegur film noir-andinn sem sveif yfir harmþrunginni hetjusögu Matts Murdock á Miller-tímabilinu var og er algerlega ómótstæðilegur og því hefði mátt ætla að lítið mál væri að færa Daredevil fyrirhafnarlítið af síðum myndasögublaðanna yfir á bíótjaldið.Stórkostleg vonbrigði Þegar síðan loksins kom að því að gengið var í málið og Daredevil var kvikmyndaður 2003 urðu vonbrigðin gríðarleg, beinlínis lamandi. Ben Affleck var ömurlegur Matt Murdock og Daredevil-búningurinn hans var hörmung. Jon Favreau var varla boðlegur sem félagi hans í lögmennskunni, sá annars yndislegi Foggy Nelson. Jennifer Garner tókst svo gott sem að gera út af við einhverja svölustu kvenhetju myndasagnanna, ninjuna Elektru, og risinn Michael Clarke Duncan, blessuð sé minning hans, skilaði gersamlega bitlausum Kingpin. Sá moldríki glæpakóngur er í myndasögunum gersamlega siðlaust og morðótt hálftröll sem leggur lamandi krumlur kúgunar og ótta yfir New York og þá ekki síst æskustöðvar Daredevil í Hell’s Kitchen. Frammistaða ofantalinna ætti að vera og var meira en nóg til þess að æra jafnvel stöðugustu Daredevil-aðdáendur en því miður er Colin Farrell og túlkun hans á leigumorðingjanum sem aldrei missir marks, Bullseye, enn ónefnd. Bullseye á að vera ískaldur og banvænn skrattakollur en Farrell, sem hlýtur að hafa gengið fyrir öflugasta kókaín- og amfetamínkokteil sem sögur fara af, oflék morðingjann með svo átakanlegum fíflagangi að hann yfirskyggir eiginlega alla aðra stórgalla myndarinnar.Kærkomin upprisa á Netflix Sem betur fer dugði þessi hryggðarmynd ekki til þess að gera endanlega út af við Daredevil og þegar Fox missti blessunarlega kvikmyndaréttinn á persónunni sneri Matt Murdock heim til Marvel. Og þar sem Daredevil á ekki beinlínis heima í Avengers-genginu sem hefur staðið sig glimrandi í bíó í áratug, sameinað eða á eigin vegum, var Daredevil fengið það mikilvæga hlutverk að leiða sókn Marvel á sjónvarpsmarkaðinn á vegum Netflix. Það gerði okkar maður með miklum glæsibrag og fyrsta þáttaröðin um Daredevil sem kom fyrir sjónir áhorfenda 2015 var frábær. Viðtökurnar voru enda slíkar að í kjölfarið fylgdu Jessica Jones, Luke Cage, The Punisher og Iron Fist. Allt ágætis stöff en óneitanlega misgott og engir þessara þátta hafa náð sömu hæðum og fyrsti árgangur Daredevil. Rauði djöfullinn hökti meira að segja aðeins í seríu tvö, aðallega vegna þess að Kingpin var fjarri góðu gamni bak við lás og slá. Þessi nýfrumsýnda þriðja sería er hins vegar svo ofboðslega góð að hún toppar meira að segja upphafið. Daredevil 3 er þvottekta hámgláp og eftir fyrstu tvo þættina kemur ekkert annað til greina en að klára hina ellefu í einni beit. Spennan rígheldur og út í gegn og tilfinningatengslin sem myndast milli persónanna og rétt stilltra áhorfenda eru á köflum nánast þrúgandi. Það er engin leið að hætta öðruvísi en að fylgja þeim allt til enda og þau skilja við mann þyrstan í meira.Grátið með vondu köllunum Fegurðin sem fylgir harmrænum undirtónum sögunnar er ekki síst fólgin í því að illmennin eru ekki síður að sligast undan mannlegum tilfinningum en góða fólkið. Kingpin er djöfull, ef ekki Donald Trump, í útblásinni mannsmynd en samt keyrir ástin hann áfram. Sá Bullesye sem hér stígur fram er líka ofboðslega harmræn persóna. Sikkópat vissulega en fórnarlamb aðstæðna, uppeldis eða skorts á því ásamt ást og hlýju. Báðir eru þessir skrattakollar skelfilegir óvinir okkar fólks en samt fá þeir smá samúð og maður er settur í þá ferlegu klemmu að finnast þeir eiga hana skilið. Daredevil eru hreint út sagt bara frábærir þættir og akkúrat þegar maður óttaðist að Netflix væri að fara að glutra Marvel-pakkanum niður kemur þessi magnaði þriðji kafli í sögu blindu hetjunnar sem óttast ekkert. Meira svona! Niðurstaða: Daredevil leiddi sókn Marvel-ofurhetjanna á Netflix og kemur svo firnasterkur inn í þessum þriðja árgangi að maður leyfir sér að vona að framtíðin sé björt. Þessi sería er nefnilega einfaldlega það besta úr þessum heimi á Netflix hingað til.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Disney Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira