Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2018 12:40 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust. vísir/vilhelm Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum. Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum.
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira