Vatnið og maturinn fraus
„Ég var svo flott að fara yfir hæsta punktinn yfir hánóttu. Það var rosalega kalt í þessari hæð og þá t.d. fraus allt vatnið í brúsanum. Allur maturinn og orkan sem ég var með var orðin svo grjóthörð að það var ekkert hægt að borða,“ segir Elísabet.
Þetta hljómar alveg hræðilega.
„Já, þetta var einn af erfiðustu punktunum. Þetta var svolítið svona að lifa af.“
Ekki bara fyrir ofurmenni
Þrátt fyrir að hafa eytt síðustu vikum að einhverju leyti í að ná sér niður eftir afrekið er hún strax byrjuð að huga að næstu áskorun, einhverju jafnvel stærra en Gobi-hlaupinu. Elísabet segir mikið fagnaðarefni hve mikil vitundarvakning hafi orðið um hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl undanfarið, en ítrekar mikilvægi þess að fara ekki of hratt af stað. Aftur á móti þvertekur hún fyrir að ofurhlaup á borð við það sem hún lauk í Kína sé aðeins á færi einhvers konar ofurmenna.
„Ef ég get þetta þá geta þetta allir.“
Rætt verður við Elísabetu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.