Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2018 04:29 Gunnar Nelson vann í annarri lotu í nótt. getty Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC bardagadeildinni eftir öruggan sigur á Alex Oliveira í veltivigt á bardagakvöldi sem fór fram í Toronto í kvöld. Gunnar náði Oliveira fljótlega niður í fyrstu loti en sá brasilíski leysti vel úr þeirri stöðu og kom fleiri höggum á Gunnar. En okkar maður lét það ekki á sig fá og var kominn með Oliveira í gólfið snemma í annarri lotu, þar sem hann náði yfirburðastöðu. Gunnar náði nokkrum þungum olnbogahöggum á þann brasilíska áður en hann náði uppgjafartaki og vann á svokölluðu rear naked choke. Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.Þetta var ellefti UFC-bardagi Gunnars og áttundi sigurinn - sá sjöundi með uppgjafartaki. Gunnar er sem stendur í fjórtánda sæti styrkleikaflokki UFC í veltivig og er eftir sigurinn til alls líklegur. Nánar verður fjallað um bardagann á Vísi síðar í kvöld. Fylgst var með bardaganum í beinni á Vísi eins og sjá má að neðan.Gunnar í gólfinu með Oliviera í fyrstu lotu.gettyHér veitir Gunnar Oliveira höggið sem gerði svo gott sem út um bardagann.GettyGunnar fagnar sigri.Getty
Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC bardagadeildinni eftir öruggan sigur á Alex Oliveira í veltivigt á bardagakvöldi sem fór fram í Toronto í kvöld. Gunnar náði Oliveira fljótlega niður í fyrstu loti en sá brasilíski leysti vel úr þeirri stöðu og kom fleiri höggum á Gunnar. En okkar maður lét það ekki á sig fá og var kominn með Oliveira í gólfið snemma í annarri lotu, þar sem hann náði yfirburðastöðu. Gunnar náði nokkrum þungum olnbogahöggum á þann brasilíska áður en hann náði uppgjafartaki og vann á svokölluðu rear naked choke. Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.Þetta var ellefti UFC-bardagi Gunnars og áttundi sigurinn - sá sjöundi með uppgjafartaki. Gunnar er sem stendur í fjórtánda sæti styrkleikaflokki UFC í veltivig og er eftir sigurinn til alls líklegur. Nánar verður fjallað um bardagann á Vísi síðar í kvöld. Fylgst var með bardaganum í beinni á Vísi eins og sjá má að neðan.Gunnar í gólfinu með Oliviera í fyrstu lotu.gettyHér veitir Gunnar Oliveira höggið sem gerði svo gott sem út um bardagann.GettyGunnar fagnar sigri.Getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. 9. desember 2018 06:44 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00
Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. 9. desember 2018 06:44