Prjónaverksmiðja eldri ofurkvenna í Furugerði Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2018 06:00 Efri röð f.v.: Þorbjörg, Kristín, Unnur, Lillý, Guðrún, Bryndís og Birna. Neðri röð f.v.: Sigurbjörg, Jóhanna, Guðfinna og Gíslína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira