Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Sighvatur Jónsson skrifar 6. desember 2018 12:00 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði 1,5 milljarðs króna neyðarlán til Póstsins. Félag atvinnurekenda vill að gerð verði óháð úttekt á fjárfestingum fyrirtækisins. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrir þriðju umræðu fjárlaga leggur meirihluti fjárlaganefndar til að Íslandspóstur fái lán upp á einn og hálfan milljarð vegna lausafjárskorts hjá Póstinum. Skilyrði fyrir láninu er að fyrirtækið standi við hugmyndir um fjárhagslega endurskipulagninu og upplýsi þingnefnd um gang mála. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Íslandspóstur hyggist endurgreiða lánið með greiðslu úr svokölluðum jöfnunarsjóði alþjónustu, sjóði sem er tómur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Ævintýramennska í samkeppnisrekstri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur skilyrði fyrir neyðarláninu til Póstsins vera veik. Hann gagnrýnir að ekkert sé farið ofan í það hver beri ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum haldið fram hjá Félagi atvinnurekenda lengi er að stór hluti af vanda Íslandspósts sé kominn til vegna ævintýramennsku í samkeppnisrekstri. Nýjasta dæmið er af ePósti þar sem Pósturinn þráast við að reikna vexti á lán móðurfélagsins til dótturfélags til þess að láta það líta aðeins betur út. Við teljum að það sé þörf á og hefði átt að vera skilyrði af hálfu þingsins að það yrði gerð óháð úttekt á Íslandspósti og sérstaklega þessum samkeppnisrekstri og fjármunum almennings sem hafa tapast þar.“Hærra umsýslugjald erlendra sendinga Á dögunum fjallaði fréttastofa um mikinn kostnað Íslandspósts vegna erlendra póstsendinga þar sem neytendur greiða einungis þriðjung sendingarkostnaðar frá Kína vegna alþjóðasamninga. Ólafur bendir í því samhengi á að Pósturinn ætti að rukka hærra umsýslugjald af notendum þeirrar þjónustu „í stað þess að senda skattborgurum reikninginn.“ Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Fyrir þriðju umræðu fjárlaga leggur meirihluti fjárlaganefndar til að Íslandspóstur fái lán upp á einn og hálfan milljarð vegna lausafjárskorts hjá Póstinum. Skilyrði fyrir láninu er að fyrirtækið standi við hugmyndir um fjárhagslega endurskipulagninu og upplýsi þingnefnd um gang mála. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Íslandspóstur hyggist endurgreiða lánið með greiðslu úr svokölluðum jöfnunarsjóði alþjónustu, sjóði sem er tómur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Ævintýramennska í samkeppnisrekstri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur skilyrði fyrir neyðarláninu til Póstsins vera veik. Hann gagnrýnir að ekkert sé farið ofan í það hver beri ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum haldið fram hjá Félagi atvinnurekenda lengi er að stór hluti af vanda Íslandspósts sé kominn til vegna ævintýramennsku í samkeppnisrekstri. Nýjasta dæmið er af ePósti þar sem Pósturinn þráast við að reikna vexti á lán móðurfélagsins til dótturfélags til þess að láta það líta aðeins betur út. Við teljum að það sé þörf á og hefði átt að vera skilyrði af hálfu þingsins að það yrði gerð óháð úttekt á Íslandspósti og sérstaklega þessum samkeppnisrekstri og fjármunum almennings sem hafa tapast þar.“Hærra umsýslugjald erlendra sendinga Á dögunum fjallaði fréttastofa um mikinn kostnað Íslandspósts vegna erlendra póstsendinga þar sem neytendur greiða einungis þriðjung sendingarkostnaðar frá Kína vegna alþjóðasamninga. Ólafur bendir í því samhengi á að Pósturinn ætti að rukka hærra umsýslugjald af notendum þeirrar þjónustu „í stað þess að senda skattborgurum reikninginn.“
Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15