Andstæðingur bólusetninga hreinsar út vísindaráð Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 16:24 Giulia Grillo, heilbrigðisráðherra Ítalíu, hefur rekið alla sérfræðinga í ráðgjafanefnd um vísindi- og tækni. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga. Evrópa Ítalía Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga.
Evrópa Ítalía Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira