Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 23:43 Samgönguráðherra segir að landsbyggðarbúar eigi fyrst von á 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum sínum árið 2020, líkt og útlistað er í nýrri skýrslu starfshóps samgönguráðherra. Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. Mun ódýrara verður fyrir íbúa landsbyggðarinnar að fljúga innanlands á næstu árum verði tillögur starfshópsins um eflingu innanlandsflugs að veruleika. Greint var frá því í dag að lagt væri til að þeir sem búa í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fái 50% af flugfargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan nái að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kemst á kerfið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði aðspurður í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann teldi mjög líklegt að tillögurnar um niðurgreiðslu nái fram að ganga. „Við stefnum á að þessi tillaga gæti orðið að veruleika á árinu 2020. Tillaga nefndarinnar er í þá veru og nú fer þetta inn í umhverfis- og samgöngunefnd og verður hluti af samgönguáætluninni sem verður lokið við í næstu viku.“ Þá sé erfitt að segja til um hver kostnaðurinn við niðurgreiðslurnar verði. „Þegar að fyrstu drög voru kynnt þá töldu menn að þetta gæti kostað sex, sjö hundruð, átta hundruð milljónir. Ef allir sextíu þúsund nýta sér þetta að hámarki held ég að kostnaðurinn væri einn og hálfur milljarður,“ sagði Sigurður Ingi. Samgöngur Tengdar fréttir Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Samgönguráðherra segir að landsbyggðarbúar eigi fyrst von á 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum sínum árið 2020, líkt og útlistað er í nýrri skýrslu starfshóps samgönguráðherra. Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. Mun ódýrara verður fyrir íbúa landsbyggðarinnar að fljúga innanlands á næstu árum verði tillögur starfshópsins um eflingu innanlandsflugs að veruleika. Greint var frá því í dag að lagt væri til að þeir sem búa í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fái 50% af flugfargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan nái að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kemst á kerfið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði aðspurður í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann teldi mjög líklegt að tillögurnar um niðurgreiðslu nái fram að ganga. „Við stefnum á að þessi tillaga gæti orðið að veruleika á árinu 2020. Tillaga nefndarinnar er í þá veru og nú fer þetta inn í umhverfis- og samgöngunefnd og verður hluti af samgönguáætluninni sem verður lokið við í næstu viku.“ Þá sé erfitt að segja til um hver kostnaðurinn við niðurgreiðslurnar verði. „Þegar að fyrstu drög voru kynnt þá töldu menn að þetta gæti kostað sex, sjö hundruð, átta hundruð milljónir. Ef allir sextíu þúsund nýta sér þetta að hámarki held ég að kostnaðurinn væri einn og hálfur milljarður,“ sagði Sigurður Ingi.
Samgöngur Tengdar fréttir Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08