Biðst afsökunar á taktlausri dansspurningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:30 Þessa mynd birti Martin Solveig af sér og Ödu Hegerberg skömmu eftir athöfnina. Martin Solveig Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur beðið Ödu Hegerberg afsökunar á spurningu sinni um danshæfileika knattspyrnukonunnar. Spurningin var borin upp skömmu eftir að Hegerberg hafði hreppt Gullknöttinn fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum, fyrst kvenna, við hátíðlega athöfn í París í gærkvöld. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig: Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“Hegerberg segist að sama skapi ekki erfa spurninguna við plötusnúðinn. Í samtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins segist hún ekki líta á spurninguna sem kynferðislega áreitni og það sem skipti mestu máli er hamingjan sem fólgin er í því að vera fyrsti kvenkyns handhafi Gullknattarins. Sem fyrr segir þótti spurning Solveig taktlaus. Samkvæmt Oxford-orðabókinni er hið svokallaða twerk „dans sem dansaður er við vinsæla tónlist á kynferðislega ögrandi hátt og felur í sér þrýstnar mjaðmahreyfingar í djúpri hnébeygjustöðu.“ Því er ekki nema von að margir hafi greint kynferðislega undirtóna í spurningu plötusnúðarins. Eina af fjölmörgum afsökunarbeiðnum Solveig má sjá hér að neðan.Sincere apologies to the one I may have offended. My point was : I don't invite women to twerk but dance on a Sinatra song. Watch the full sequence People who have followed me for 20 years know how respectful I am especially with women pic.twitter.com/pnZX8qvl4R— Martin Solveig (@martinsolveig) December 3, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira
Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur beðið Ödu Hegerberg afsökunar á spurningu sinni um danshæfileika knattspyrnukonunnar. Spurningin var borin upp skömmu eftir að Hegerberg hafði hreppt Gullknöttinn fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum, fyrst kvenna, við hátíðlega athöfn í París í gærkvöld. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig: Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“Hegerberg segist að sama skapi ekki erfa spurninguna við plötusnúðinn. Í samtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins segist hún ekki líta á spurninguna sem kynferðislega áreitni og það sem skipti mestu máli er hamingjan sem fólgin er í því að vera fyrsti kvenkyns handhafi Gullknattarins. Sem fyrr segir þótti spurning Solveig taktlaus. Samkvæmt Oxford-orðabókinni er hið svokallaða twerk „dans sem dansaður er við vinsæla tónlist á kynferðislega ögrandi hátt og felur í sér þrýstnar mjaðmahreyfingar í djúpri hnébeygjustöðu.“ Því er ekki nema von að margir hafi greint kynferðislega undirtóna í spurningu plötusnúðarins. Eina af fjölmörgum afsökunarbeiðnum Solveig má sjá hér að neðan.Sincere apologies to the one I may have offended. My point was : I don't invite women to twerk but dance on a Sinatra song. Watch the full sequence People who have followed me for 20 years know how respectful I am especially with women pic.twitter.com/pnZX8qvl4R— Martin Solveig (@martinsolveig) December 3, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira
Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13