Fullveldi Íslendinga var heimssögulegur viðburður Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2018 19:30 Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira