Mikil tímamót fyrir Borgarlínu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:30 Dagur segir tillögur viðræðuhópsins vera mikinn áfanga. Fréttablaðið/Ernir Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira