Upplýsingagjöf til almennings um lífeyrismál verður stóraukin hjá Landssamtökum lífeyrissjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 19:00 Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur. Lífeyrissjóðir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira