Ávöxtun lífeyrissjóða getur skilið á milli þess að lifa góðu lífi eða við fátæktarmörk við starfslok Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:00 Hallgrímur Óskarsson sérfræðingur í lífeyrissmálum segir gríðarlega mikilvægt að almenningur sé vel upplýstur um hver sé ávöxtun hjá lífeyrissjóðum. Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum. Lífeyrissjóðir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira
Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira