„Orkumál eru stóra mál Heimsmarkmiðanna“ Heimsljós kynnir 17. desember 2018 09:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Elíza Gígja Ómarsdóttir sem hefur sagt ferðasögu sína til Úganda í Sjónvarpinu síðustu sunnudagskvöld. „Ég held að Íslendingarnir horfi á Heimsmarkmiðin og hugsi með sér að við fyrstu sýn þá eigi þetta aðallega við um önnur ríki, aðallega þróunarríki, en við nánari athugun gerir það sér ljóst að það eru mörg markmið sem eiga við um allt sem við erum að gera hér á landi í dag. Það sem brennur helst á okkur Íslendingum eru loftslagsmálin en svo eru líka mál sem við höfum forgangsraðað eins og kynjajafnréttismál, svo dæmi sé tekið.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Árna Snævarr sem ritstýrir norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. „Ég lít á Heimsmarkmiðin sem eina heild og mér finnst það sem er að gerast er að meðvitund á Íslandi virðist vera tiltölulega mikil. Við höfum látið kanna hvort fólk hafi heyrt um Heimsmarkmiðin og það eru 60% sem hafa heyrt um þau. Við höfum fléttað þau meira og meira inn í stefnumyndun stjórnvalda, sem ég held að sé mjög spennandi af því þetta er svolítið framandi hugsun fyrir fólk en þetta er að breytast. Ég var að tala um Heimsmarkmiðin á fundi með atvinnulífinu um daginn og meira að segja fyrirtækin eru farin að hugsa um hvernig þau geta tekið Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna inn í sína stefnumótun.“ Katrín segir að loftslagsmálin séu „stóra þungavigtarverkefnið“ í starfi íslenskra stjórnvalda um þessar mundir.“ Hún minnir á að ríkisstjórnin hafi sett sér tvö markmið. Annars vegar að undirgangast markmið Parísarsáttmálans fyrir 2030 og hins vegar „okkar eigin markmið sem er kolefnishlutleysi 2040.“ Hún bendir á að þótt fyrsta aðgerðaáætlunin til að ná þessum markmiðum hafi verið kynnt nú í haust, sé sá fyrirvari á að reiknað sé með að endurskoða hana árlega bæði til að vita hverju hún er að skila og til að bæta við aðgerðum.Forsætisráðherra með Árna Snævarr ritstjóra norræna fréttabréfs UNIRIC.„Stóru málin í fyrstu aðgerðaáætluninni eru orskuskipti í samgöngum, það eru þá rafvæðing bílaflotans, að efla hlut almenningssamgangna og síðan kolefnisbinding; endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt til að vega upp á móti losun. Þetta eru flaggskipin. Við erum að setja fjármuni í rannsóknir vegna nýsköpunar á sviði loftslagsmála, því það er ljóst að þessar aðgerðir duga ekki til. Við viljum horfa í hvernig við getum unnið hraðara að þvi að ná fram orkuskiptum í öðrum geirum. Tökum skipaflotann sem dæmi. Þar hefur verið dregið mjög róttækt úr losun á síðustu árum og þá ekki síst með nýrri tækni. Getum við farið yfir í algjör orkuskipti? Þarna skortir rannsóknir og við ætlum að setja töluvert fé í það.“Þurfum að horfa á Heimsmarkmiðin í heild„Það eru bæði markmið um enga fátækt og ekkert hungur. Ég segi að við þurfum að horfa á þetta í heild. Til að mynda markmiðin um heilsu og vellíðan og menntun fyrir alla eru leiðir til að vinna gegn fátækt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sagt að jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé ein besta leiðin til að tryggja aukinn jöfnuð í heiminum, svo dæmi sé tekið. Menntun er annað tæki sem er gríðarlegt jöfnunartæki. Þetta tengist stórpólitískum málum á Íslandi samtímans, þar sem við erum einmitt að ræða hversu mikill á launajöfnuður að vera. Ísland er auðvitað framarlega í launajöfnuði á heimsvísu en þetta er samt mál sem við erum með til umræðu og við vitum það að hér eins og annars staðar eiga þeir sem lægstar hafa tekjurnar mjög erfitt með að ná endum saman og lifa af. Það á við um Ísland eins og önnur ríki í heiminum.“ Katrín bendir á að skoða megi þróunaraðstoð í ljósi varnar- og öryggismála. „Eitt af því sem var rætt á síðasta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, þar sem sífellt er verið að gera kröfur um meiri framlög til varnarmála, var hvort framlög til þróunarsamvinnu væru betri leið til að styrkja varnir og öryggi í heiminum. Þarna er verið að líta til þess að stemma stigu við flóttamannastraumi, styðja við bakið á fólki til að það flosni ekki upp frá heimkynnum sínum. Við vorum að tala um loftslagsmálin, við gætum verið að tala um flóttamenn komi ekki aðeins frá ástakasvæðum heldur hreinlega loftslagsflóttamenn. Það er auðvitað stórmál.“ Forsætisráðherra lýsir ánægju sinni með almenningur sé að vakna til vitundar um Heimsmarkmiðin, þótt umræðan mætti vera meiri. Hún bendir á að sveitarfélög á borð við Kópavog og Snæfellsnes séu farin vinna stefnumótun út frá Heimsmarkmiðunum og einnig sum fyrirtæki. „Mér finnst gaman að sjá að þau taki frumkvæði og flétta þetta inn í sinn rekstur og skólastarf og fleira.“ Því er við að bæta að í gærkvöldi lauk þriggja þátta röð í Sjónvarpinu sem nefndist „Heimsmarkmið Elízu“ og fjölluðu um ferð Elízar Gígju Ómarsdóttur, fimmtán ára reykvískrar stúlku, til Úganda þar sem hún speglaði eigin tilveru í aðstæðum tveggja jafnaldra sinna í þessu samstarfslandi Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.Viðtalið UNRIC við Katrínu Jakobsdóttir í heildVefur HeimsmarkmiðannaStöðuskýrsla stjórnvalda um HeimsmarkmiðiÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
„Ég held að Íslendingarnir horfi á Heimsmarkmiðin og hugsi með sér að við fyrstu sýn þá eigi þetta aðallega við um önnur ríki, aðallega þróunarríki, en við nánari athugun gerir það sér ljóst að það eru mörg markmið sem eiga við um allt sem við erum að gera hér á landi í dag. Það sem brennur helst á okkur Íslendingum eru loftslagsmálin en svo eru líka mál sem við höfum forgangsraðað eins og kynjajafnréttismál, svo dæmi sé tekið.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Árna Snævarr sem ritstýrir norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. „Ég lít á Heimsmarkmiðin sem eina heild og mér finnst það sem er að gerast er að meðvitund á Íslandi virðist vera tiltölulega mikil. Við höfum látið kanna hvort fólk hafi heyrt um Heimsmarkmiðin og það eru 60% sem hafa heyrt um þau. Við höfum fléttað þau meira og meira inn í stefnumyndun stjórnvalda, sem ég held að sé mjög spennandi af því þetta er svolítið framandi hugsun fyrir fólk en þetta er að breytast. Ég var að tala um Heimsmarkmiðin á fundi með atvinnulífinu um daginn og meira að segja fyrirtækin eru farin að hugsa um hvernig þau geta tekið Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna inn í sína stefnumótun.“ Katrín segir að loftslagsmálin séu „stóra þungavigtarverkefnið“ í starfi íslenskra stjórnvalda um þessar mundir.“ Hún minnir á að ríkisstjórnin hafi sett sér tvö markmið. Annars vegar að undirgangast markmið Parísarsáttmálans fyrir 2030 og hins vegar „okkar eigin markmið sem er kolefnishlutleysi 2040.“ Hún bendir á að þótt fyrsta aðgerðaáætlunin til að ná þessum markmiðum hafi verið kynnt nú í haust, sé sá fyrirvari á að reiknað sé með að endurskoða hana árlega bæði til að vita hverju hún er að skila og til að bæta við aðgerðum.Forsætisráðherra með Árna Snævarr ritstjóra norræna fréttabréfs UNIRIC.„Stóru málin í fyrstu aðgerðaáætluninni eru orskuskipti í samgöngum, það eru þá rafvæðing bílaflotans, að efla hlut almenningssamgangna og síðan kolefnisbinding; endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt til að vega upp á móti losun. Þetta eru flaggskipin. Við erum að setja fjármuni í rannsóknir vegna nýsköpunar á sviði loftslagsmála, því það er ljóst að þessar aðgerðir duga ekki til. Við viljum horfa í hvernig við getum unnið hraðara að þvi að ná fram orkuskiptum í öðrum geirum. Tökum skipaflotann sem dæmi. Þar hefur verið dregið mjög róttækt úr losun á síðustu árum og þá ekki síst með nýrri tækni. Getum við farið yfir í algjör orkuskipti? Þarna skortir rannsóknir og við ætlum að setja töluvert fé í það.“Þurfum að horfa á Heimsmarkmiðin í heild„Það eru bæði markmið um enga fátækt og ekkert hungur. Ég segi að við þurfum að horfa á þetta í heild. Til að mynda markmiðin um heilsu og vellíðan og menntun fyrir alla eru leiðir til að vinna gegn fátækt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sagt að jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé ein besta leiðin til að tryggja aukinn jöfnuð í heiminum, svo dæmi sé tekið. Menntun er annað tæki sem er gríðarlegt jöfnunartæki. Þetta tengist stórpólitískum málum á Íslandi samtímans, þar sem við erum einmitt að ræða hversu mikill á launajöfnuður að vera. Ísland er auðvitað framarlega í launajöfnuði á heimsvísu en þetta er samt mál sem við erum með til umræðu og við vitum það að hér eins og annars staðar eiga þeir sem lægstar hafa tekjurnar mjög erfitt með að ná endum saman og lifa af. Það á við um Ísland eins og önnur ríki í heiminum.“ Katrín bendir á að skoða megi þróunaraðstoð í ljósi varnar- og öryggismála. „Eitt af því sem var rætt á síðasta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, þar sem sífellt er verið að gera kröfur um meiri framlög til varnarmála, var hvort framlög til þróunarsamvinnu væru betri leið til að styrkja varnir og öryggi í heiminum. Þarna er verið að líta til þess að stemma stigu við flóttamannastraumi, styðja við bakið á fólki til að það flosni ekki upp frá heimkynnum sínum. Við vorum að tala um loftslagsmálin, við gætum verið að tala um flóttamenn komi ekki aðeins frá ástakasvæðum heldur hreinlega loftslagsflóttamenn. Það er auðvitað stórmál.“ Forsætisráðherra lýsir ánægju sinni með almenningur sé að vakna til vitundar um Heimsmarkmiðin, þótt umræðan mætti vera meiri. Hún bendir á að sveitarfélög á borð við Kópavog og Snæfellsnes séu farin vinna stefnumótun út frá Heimsmarkmiðunum og einnig sum fyrirtæki. „Mér finnst gaman að sjá að þau taki frumkvæði og flétta þetta inn í sinn rekstur og skólastarf og fleira.“ Því er við að bæta að í gærkvöldi lauk þriggja þátta röð í Sjónvarpinu sem nefndist „Heimsmarkmið Elízu“ og fjölluðu um ferð Elízar Gígju Ómarsdóttur, fimmtán ára reykvískrar stúlku, til Úganda þar sem hún speglaði eigin tilveru í aðstæðum tveggja jafnaldra sinna í þessu samstarfslandi Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.Viðtalið UNRIC við Katrínu Jakobsdóttir í heildVefur HeimsmarkmiðannaStöðuskýrsla stjórnvalda um HeimsmarkmiðiÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent