Framlengingin: Fannari ofbauð og gekk út úr settinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. desember 2018 22:00 Fannar lét öllu illu í Framlengingunni S2 Sport Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira