Heimsmeistarinn slapp með skrekkinn og eina konan er úr leik á HM í pílu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2018 10:44 Lisa Ashton var eina konan í úrslitum HM í pílu í ár. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í pílu hófst í gærkvöldi með fjórum viðureignum í 64 manna úrslitum og flestar augu voru örugglega á ríkjandi heimsmeistara og einu konunni sem komst í úrslitakeppnina í ár. Eins og alltaf á þessum tíma ársins þá keppa besta pílufólk heims um heimsmeistaratitilinn og að þessu sinni er keppt um 2019 titilinn. Úrslitaleikur mótsins fer fram 1. janúar næstkomandi. Stöð 2 Sport fylgist vel með heimsmeistaramótinu að þessu sinni og eru beinar útsendingar á næstum því hverjum degi fram á nýársdag. Heimsmeistarinn Rob Cross frá Englandi tapaði fyrsta setti 3-0 á móti Hollendingnum Jeffrey de Zwaan en tókst að merja 3-2 sigur í setti tvö og tryggði sér síðan sæti í 32 manna úrslitum með því að vinna þriðja og fjórða settið 3-1. Jeffrey de Zwaan hafði fyrr um kvöldið slegið út Nitin Kumar frá Indlandi. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Rob Cross í gær. Lisa Ashton var eina konan sem keppir í úrslitunum í ár og hún byrjaði frábærlega á móti Hollendingnum Jan Dekker með því að vinna fyrsta settið 3-0. Jan Dekker var brugðið enda fékk Lisa mikinn stuðning í salnum en Hollendingnum tókst engu að síður að koma sterkur til baka og vinna þrjú sett í röð, 3-0, 3-2 og 3-1. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Jan Dekker og Lisa Ashton í gær. Cody Harris frá Nýja Sjálandi komst einnig áfram í gær. Cody Harris vann frekar óvæntan sigur á Martin Schindler frá Þýskalandi í jöfnum og skemmtilegum leik. Úrslitin réðust ekki fyrr en í oddasettinu sem Harris vann 3-1. Átta viðureignir fara fram í dag, sex í 64 manna úrslitum og tvær í 32 manna úrslitum. 32 bestu pílararnir sátu hjá í fyrstu umferðinni. Tvær útsendingar verða frá HM í pílu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Sú fyrri klukkan 12.30 og sú seinni klukkan 19.00. Aðrar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílu hófst í gærkvöldi með fjórum viðureignum í 64 manna úrslitum og flestar augu voru örugglega á ríkjandi heimsmeistara og einu konunni sem komst í úrslitakeppnina í ár. Eins og alltaf á þessum tíma ársins þá keppa besta pílufólk heims um heimsmeistaratitilinn og að þessu sinni er keppt um 2019 titilinn. Úrslitaleikur mótsins fer fram 1. janúar næstkomandi. Stöð 2 Sport fylgist vel með heimsmeistaramótinu að þessu sinni og eru beinar útsendingar á næstum því hverjum degi fram á nýársdag. Heimsmeistarinn Rob Cross frá Englandi tapaði fyrsta setti 3-0 á móti Hollendingnum Jeffrey de Zwaan en tókst að merja 3-2 sigur í setti tvö og tryggði sér síðan sæti í 32 manna úrslitum með því að vinna þriðja og fjórða settið 3-1. Jeffrey de Zwaan hafði fyrr um kvöldið slegið út Nitin Kumar frá Indlandi. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Rob Cross í gær. Lisa Ashton var eina konan sem keppir í úrslitunum í ár og hún byrjaði frábærlega á móti Hollendingnum Jan Dekker með því að vinna fyrsta settið 3-0. Jan Dekker var brugðið enda fékk Lisa mikinn stuðning í salnum en Hollendingnum tókst engu að síður að koma sterkur til baka og vinna þrjú sett í röð, 3-0, 3-2 og 3-1. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Jan Dekker og Lisa Ashton í gær. Cody Harris frá Nýja Sjálandi komst einnig áfram í gær. Cody Harris vann frekar óvæntan sigur á Martin Schindler frá Þýskalandi í jöfnum og skemmtilegum leik. Úrslitin réðust ekki fyrr en í oddasettinu sem Harris vann 3-1. Átta viðureignir fara fram í dag, sex í 64 manna úrslitum og tvær í 32 manna úrslitum. 32 bestu pílararnir sátu hjá í fyrstu umferðinni. Tvær útsendingar verða frá HM í pílu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Sú fyrri klukkan 12.30 og sú seinni klukkan 19.00.
Aðrar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira