Lífið

Einbýlishús eftir Kjartan Sveinsson til sölu á 110 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg eign við Háaleitisbraut.
Falleg eign við Háaleitisbraut.
Fasteignasalan Eignamiðlun er með stórglæsilegt einbýlishús við Háaleitisbraut til sölu  en húsið er á tveimur hæðum og er um þrjú hundruð fermetrar að stærð.

Ásett verð er um 110 milljónir en fasteignamatið mun vera 87,8 milljónir. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og stendur það á 899 fermetra lóð.

Kjartan Sveinsson var menntaður byggingatæknifræðingur frá Katrineholms-tækniskólanum í Svíþjóð, þaðan sem hann útskrifaðist 1955, eftir að hafa áður lært húsasmíði hér heima. Á löngum starfsferli var hann óhemju afkastamikill, en hann lét ekki af störfum fyrr en hátt á áttræðisaldri en hann lést árið 2014.  Kjartan setti óneitanlega svip sinn á íslenskt umhverfi til frambúðar.

Húsið við Háaleitisbrautina var byggt árið 1967 en inni í eigninni eru alls fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Ekki skemmir fyrir að fallegur garðskáli stendur við eignina.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Falleg eign á fínum stað í borginni.
Kjartan Sveinsson setti augljóslega sinn svip á húsið.
Arinn og sérstaklega falleg, björt og opin stofa.
Eldhúsið var tekið í gegn fyrir nokkrum árum.
Fallegar og lokaðar svalir. Fínt hér á landi.
Fallegur og rúmgóður garðskáli.
Góður pallur fyrir utan húsið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.