Telur milljónir geta sparast á útboði raforku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. desember 2018 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“ Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“
Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira