Stefán Rafn: Er sem betur fer ekki á Twitter Anton Ingi Leifsson úr Laugardalshöll skrifar 28. desember 2018 21:46 Stefán Rafn var öflugur í kvöld. vísir/getty Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var ánægður með stórsigurinn á Barein í æfingaleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Stefán átti frábæran leik og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Ekkert af þeim kom af vítalínunni en leikurinn var kaflaskiptur. Stefán tók undir það. „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum. Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var ánægður með stórsigurinn á Barein í æfingaleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Stefán átti frábæran leik og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Ekkert af þeim kom af vítalínunni en leikurinn var kaflaskiptur. Stefán tók undir það. „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum.
Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30