Of algengt að asískir ferðamenn noti ekki öryggisbúnað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2018 20:52 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra. Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra.
Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38