Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. desember 2018 19:48 Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni. Vísir Brúin Súla við Núpsvötn þar sem slysið varð í dag er ein hættulegasta einbreiða brú landsins en þar hafa frá árinu 2000 orðið alls 14 slys þar af tvö alvarleg. Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. „Þetta slys eykur enn þrýsting á að framkvæmdum á þessu svæði verði flýtt. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að hraða þeim vegna aukinnar umferðar og lengdar á brúnni. Það má segja að hún hafi verið flöskuháls í vegakerfinu.“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir að fjöldi ferðamanna á svæðinu hafi aukist gríðarlega síðustu ár og slysum fjölgað samhliða því. „Það er sérstaklega aukin umferð á brúnni en hún hefur þrefaldast á svæðinu síðustu 4-5 ár. Nú fara þarna um 1200 bílar á dag. Hins vegar hafa flest slysin á brúnni verið umferðaróhöpp en ekki alvarleg slys eins og í dag. Hann segir í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir að einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins sem hafa meiri umferð en 200 ökutæki á sólarhring að meðaltali verði útrýmt. „Þarna er um að ræða langa brú með útskotum, en hún er næst lengsta brúin í vegakerfinu í dag. Þá eru hún óvenjuleg að því leiti að það eru tvö útskot á henni sem óvanir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig nota skal. Einbreiðar brýr geta boðið uppá slysahættu og því er markmið samgönguáætlunar að útrýma þeim,“ segir Guðmundur Valur að lokum. Fjallað var um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem sjá má hér að neðan. Banaslys við Núpsvötn Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur. 27. desember 2018 17:56 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Brúin Súla við Núpsvötn þar sem slysið varð í dag er ein hættulegasta einbreiða brú landsins en þar hafa frá árinu 2000 orðið alls 14 slys þar af tvö alvarleg. Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. „Þetta slys eykur enn þrýsting á að framkvæmdum á þessu svæði verði flýtt. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að hraða þeim vegna aukinnar umferðar og lengdar á brúnni. Það má segja að hún hafi verið flöskuháls í vegakerfinu.“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir að fjöldi ferðamanna á svæðinu hafi aukist gríðarlega síðustu ár og slysum fjölgað samhliða því. „Það er sérstaklega aukin umferð á brúnni en hún hefur þrefaldast á svæðinu síðustu 4-5 ár. Nú fara þarna um 1200 bílar á dag. Hins vegar hafa flest slysin á brúnni verið umferðaróhöpp en ekki alvarleg slys eins og í dag. Hann segir í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir að einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins sem hafa meiri umferð en 200 ökutæki á sólarhring að meðaltali verði útrýmt. „Þarna er um að ræða langa brú með útskotum, en hún er næst lengsta brúin í vegakerfinu í dag. Þá eru hún óvenjuleg að því leiti að það eru tvö útskot á henni sem óvanir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig nota skal. Einbreiðar brýr geta boðið uppá slysahættu og því er markmið samgönguáætlunar að útrýma þeim,“ segir Guðmundur Valur að lokum. Fjallað var um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem sjá má hér að neðan.
Banaslys við Núpsvötn Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur. 27. desember 2018 17:56 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42
Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur. 27. desember 2018 17:56