Akkúrat ár liðið frá banaslysi sem varð á svipuðum slóðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 15:03 Myndin er tekin á vettvangi rútuslyssins í Eldhrauni fyrir ári síðan. vísir/vilhelm Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009. Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009.
Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13