Akkúrat ár liðið frá banaslysi sem varð á svipuðum slóðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 15:03 Myndin er tekin á vettvangi rútuslyssins í Eldhrauni fyrir ári síðan. vísir/vilhelm Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009. Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009.
Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13