„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. desember 2018 12:13 Toyota Land Cruiser-bíllinn á sandinum fyrir neðan brúna. Aðkoma björgunarfólks var hrikaleg eins og hér má sjá. Hluti myndarinnar hefur verið máður út. adolf ingi Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19