Svekktastur að hafa misst af þyrluferðinni á spítalann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2018 23:45 Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur
Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53
Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43
Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18