Það er hluti af jólahefðum margra að heimsækja leiði látinna ástvina í kirkjugörðum landsins á jólum. Í fyrra var gerð tilraun með lokun bílaumferðar um Fossvogskirkjugarð vegna mikillar umferðar gangandi fólks þar á aðfangadag frá klukkan 11 til 14.
Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, segir að lögreglan stýri umferð við tvo kirkjugarða í dag.
Umferð er stýrt í einstefnu um Gufuneskirkjugarð. Kári segir að næg bílastæði séu við Gufuneskirkjugarð en þar sem aðgengi sé mun þrengra að Fossvogskirkjugarði er lokað fyrir bílaumferð þar hluta úr degi.
