168 dánir í flóðbylgju á Indónesíu eftir eldgos í Krakatá Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 08:05 Talið er að tala látinna muni fara hækkandi. Vísir/EPA Í það minnsta 168 eru taldir af og 745 særðir eftir að flóðbylgja skall á strönd Súndasunds í Indónesíu í gær. Yfirvöld telja að hundruð bygging hafi eyðilagst í þessum hamförum sem eru raktar til skriðufalls neðansjávar eftir að gos hófst í Krakatá, sem er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu. Súndasund er á milli eyjanna Súmötru og Jövu en sundið tengir Jövuhaf við Indlandshaf.Eyðileggingarmátturinn var gríðarlegurVísir/EPAYfirvöld hafa biðlað til íbúa að vera ekki nærri strandlengjunni af ótta við að önnur flóðbylgja skelli á. Flóðbylgjan skall á um klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma en talið er að tala látinna muni fara hækkandi. Á meðal þeirra svæða sem urðu illa úti eru Pandeglang, Lampung og Serang nefnd. Ferðamannastaðurinn Tanjung Lesung varð einnig fyrir flóðbylgjunni en engar viðvaranir bárust.Engar viðvaranir bárust vegna flóðbylgjunnar.Vísir/EPAFjöldi myndbanda er af hamförunum á samfélagsmiðlum. Þar á meðal má sjá þegar flóðbylgja skellur á stóru tjaldi sem var reist vegna tónleika hljómsveitarinnar Seventeen á Tanjung Lesung. Á myndbandinu sést hvernig hljómsveitarmeðlimirnir skolast í burtu og flóðbylgjan eyðileggur sviðið. Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.Krakatá, er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu.Vísr/EPASutopo Purwo Nugroho, talsmaður hamfararáðuneytis Indónesíu, birti eftirfarandi myndband af eyðileggingu í Lampung. Pantauan udara daerah terdampak tsunami di Pantai Kalianda Kabupaten Lampung Selatan. Korban dampak tsunami di Lampung Selatan per 23/12/2018 pukul 13.00 WIB: 35 orang meninggal duniq, 115 orang luka dan 110 unit rumah rusak. Pendataan masih dilakukan. pic.twitter.com/HcXVkEhqBx— Sutopo Purwo Nugroho (@Sutopo_PN) December 23, 2018 Asía Indónesía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Í það minnsta 168 eru taldir af og 745 særðir eftir að flóðbylgja skall á strönd Súndasunds í Indónesíu í gær. Yfirvöld telja að hundruð bygging hafi eyðilagst í þessum hamförum sem eru raktar til skriðufalls neðansjávar eftir að gos hófst í Krakatá, sem er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu. Súndasund er á milli eyjanna Súmötru og Jövu en sundið tengir Jövuhaf við Indlandshaf.Eyðileggingarmátturinn var gríðarlegurVísir/EPAYfirvöld hafa biðlað til íbúa að vera ekki nærri strandlengjunni af ótta við að önnur flóðbylgja skelli á. Flóðbylgjan skall á um klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma en talið er að tala látinna muni fara hækkandi. Á meðal þeirra svæða sem urðu illa úti eru Pandeglang, Lampung og Serang nefnd. Ferðamannastaðurinn Tanjung Lesung varð einnig fyrir flóðbylgjunni en engar viðvaranir bárust.Engar viðvaranir bárust vegna flóðbylgjunnar.Vísir/EPAFjöldi myndbanda er af hamförunum á samfélagsmiðlum. Þar á meðal má sjá þegar flóðbylgja skellur á stóru tjaldi sem var reist vegna tónleika hljómsveitarinnar Seventeen á Tanjung Lesung. Á myndbandinu sést hvernig hljómsveitarmeðlimirnir skolast í burtu og flóðbylgjan eyðileggur sviðið. Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.Söngvari hljómsveitarinnar sagði á samfélagsmiðlum að bassaleikarinn og rótarinn hefðu týnt lífi og þriggja annarra úr hljómsveitinni og eiginkonu hans væri saknað.Krakatá, er lítil eldfjallaeyja í Indónesíu.Vísr/EPASutopo Purwo Nugroho, talsmaður hamfararáðuneytis Indónesíu, birti eftirfarandi myndband af eyðileggingu í Lampung. Pantauan udara daerah terdampak tsunami di Pantai Kalianda Kabupaten Lampung Selatan. Korban dampak tsunami di Lampung Selatan per 23/12/2018 pukul 13.00 WIB: 35 orang meninggal duniq, 115 orang luka dan 110 unit rumah rusak. Pendataan masih dilakukan. pic.twitter.com/HcXVkEhqBx— Sutopo Purwo Nugroho (@Sutopo_PN) December 23, 2018
Asía Indónesía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira