Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2018 08:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir að með samningnum sé tryggt að Íslendingar búsettir í Bretlandi, eða þeir sem flytja þangað fyrir lok svokallaðs bráðabirgðatímabils, geti verið þar áfram og notið óbreyttra réttinda í grundvallaratriðum. Hið sama gildir svo um þá bresku ríkisborgara sem hreiðrað hafa um sig hér á landi. Að auki er greitt úr „ýmsum tæknilegum úrlausnarefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála“. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ var haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra sem sagði áfangann að auki þýðingarmikinn. „Það er ánægjulegt að hafa náð þessu samkomulagi. Samningurinn mun vernda réttindi borgaranna þegar Bretland gengur úr ESB og eyða óvissu hjá fyrirtækjum um ýmis atriði. Markmið okkar er að gera nýja samninga sem taka gildi eftir að bráðabirgðatímabilinu lýkur. Þeir tryggja langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ sagði svo í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnvalda ríkjanna fjögurra. Samningurinn sem um ræðir verður þó ekki undirritaður nema útgöngusamningur Breta við ESB nái fram að ganga. Það virðist ólíklegt miðað við stöðuna á breska þinginu nú. Hins vegar segir í tilkynningunni að pólitískt samkomulag ríki milli Íslands og Bretlands um að tryggja rétt borgara til áframhaldandi búsetu jafnvel ef Brexit verður samningslaust. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir að með samningnum sé tryggt að Íslendingar búsettir í Bretlandi, eða þeir sem flytja þangað fyrir lok svokallaðs bráðabirgðatímabils, geti verið þar áfram og notið óbreyttra réttinda í grundvallaratriðum. Hið sama gildir svo um þá bresku ríkisborgara sem hreiðrað hafa um sig hér á landi. Að auki er greitt úr „ýmsum tæknilegum úrlausnarefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála“. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ var haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra sem sagði áfangann að auki þýðingarmikinn. „Það er ánægjulegt að hafa náð þessu samkomulagi. Samningurinn mun vernda réttindi borgaranna þegar Bretland gengur úr ESB og eyða óvissu hjá fyrirtækjum um ýmis atriði. Markmið okkar er að gera nýja samninga sem taka gildi eftir að bráðabirgðatímabilinu lýkur. Þeir tryggja langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ sagði svo í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnvalda ríkjanna fjögurra. Samningurinn sem um ræðir verður þó ekki undirritaður nema útgöngusamningur Breta við ESB nái fram að ganga. Það virðist ólíklegt miðað við stöðuna á breska þinginu nú. Hins vegar segir í tilkynningunni að pólitískt samkomulag ríki milli Íslands og Bretlands um að tryggja rétt borgara til áframhaldandi búsetu jafnvel ef Brexit verður samningslaust.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira