Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2018 13:02 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að um þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. vísir/vilhelm Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Í drögum samningsins er leyst úr þeim útgöngumálum sem við eiga með sambærilegum hætti og á milli Bretlands og ESB vegna útgöngunnar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að samningurinn muni meðal annars tryggja að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok hins svokallaða bráðabirgðatímabils geti verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta eigi sömuleiðis við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að um afar þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ segir Guðlaugur Þór. Í samningnum er að finna ákvæði sem tryggja réttindi borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Ennfremur er í samningnum greitt úr ýmsum tæknilegum úrlausnarnefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála.Óvissa vegna breska þingsins Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. „Útgöngusamningur Bretlands úr ESB hefur sem fyrr segir ekki enn verið samþykktur af breska þinginu. Þar sem samningur EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland byggist á útgöngusamningi Bretlands úr ESB, verður hann eingöngu undirritaður ef útgöngusamningurinn nær endanlega fram að ganga. EFTA-ríkin innan EES og Bretland munu síðan þurfa að fullgilda samninginn. Pólitískt samkomulag ríkir þó á milli Íslands og Bretlands um að tryggja gagnkvæman rétt borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu, jafnvel þótt Bretland gangi úr ESB án samnings. Einnig er unnið að því að tryggja kjarnahagsmuni á lykilsviðum ef til útgöngu án samnings kæmi,“ segir í frétt ráðuneytisins. Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Í drögum samningsins er leyst úr þeim útgöngumálum sem við eiga með sambærilegum hætti og á milli Bretlands og ESB vegna útgöngunnar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að samningurinn muni meðal annars tryggja að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok hins svokallaða bráðabirgðatímabils geti verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta eigi sömuleiðis við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að um afar þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ segir Guðlaugur Þór. Í samningnum er að finna ákvæði sem tryggja réttindi borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Ennfremur er í samningnum greitt úr ýmsum tæknilegum úrlausnarnefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála.Óvissa vegna breska þingsins Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. „Útgöngusamningur Bretlands úr ESB hefur sem fyrr segir ekki enn verið samþykktur af breska þinginu. Þar sem samningur EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland byggist á útgöngusamningi Bretlands úr ESB, verður hann eingöngu undirritaður ef útgöngusamningurinn nær endanlega fram að ganga. EFTA-ríkin innan EES og Bretland munu síðan þurfa að fullgilda samninginn. Pólitískt samkomulag ríkir þó á milli Íslands og Bretlands um að tryggja gagnkvæman rétt borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu, jafnvel þótt Bretland gangi úr ESB án samnings. Einnig er unnið að því að tryggja kjarnahagsmuni á lykilsviðum ef til útgöngu án samnings kæmi,“ segir í frétt ráðuneytisins.
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira