Nokkur spurningarmerki í þessum hóp vegna meiðsla Hjörvar Ólafsson skrifar 20. desember 2018 10:00 Guðmundur Þórður og Gunnar Magnússon kynna hópinn. Fréttablaðið/Eyþór Guðmundur Þórður Guðmundsson skar niður þann 28 leikmanna hóp, sem hann hefur skráð sem mögulega leikmenn fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í janúar, í 20 leikmanna æfingahóp. Guðmundur segir að taka þurfi stöðuna á þremur leikmönnum liðsins hvað meiðsli varðar og erfiðast hafi verið að velja þá tvo leikmenn sem skipa munu stöðu vinstri hornamanns að þessu sinni. „Mesti hausverkurinn var klárlega að velja þá tvo leikmenn sem við ætluðum að hafa í vinstra horninu. Það var einkar erfitt að ákveða það að skilja Bjarka Má Elísson eftir og það var erfitt að tilkynna honum þá ákvörðun. Mér fannst hins vegar betra að taka þessa ákvörðun strax í stað þess að láta þá mæta til æfinga og bítast um stöðuna. Það sama á við um hægra hornið og markmannsstöðuna,“ segir hann um valið. „Svo erum við að ganga í gegnum kynslóðaskipti og það er mikil uppstokkun í liðinu. Það tók nokkurn tíma að finna út hvernig best væri að hafa hópinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa verið að glíma við meiðsli undanfarið og við munum nota æfingarnar á komandi dögum og leikina milli jóla og nýárs til þess að meta stöðuna á þeim. Ég hef verið í töluverðum samskiptum við Alfreð Gíslason [þjálfara Kiel] um Gísla Þorgeir og hann hefur tjáð mér að málin séu í góðum farvegi hjá Gísla,“ segir Guðmundur um stöðuna á hópnum. „Við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa liðið og það bætir svo sannarlega ekki úr skák hversu seint deildirnar í Noregi og Svíþjóð klárast. Það er til að mynda bikarúrslitaleikur í Noregi 29. desember sem mér finnst fráleitt og mjög undarlegt að alþjóða handboltasambandið láti það viðgangast. Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum og mun einblína meira á að fara yfir varnarleikinn í undirbúningnum. Við þurfum til að mynda að æfa það hvernig við verjumst sjö á móti sex sem er afbrigði sem Króatía og Makedónía hafa mikið beitt,“ segir hann um komandi vikur. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson skar niður þann 28 leikmanna hóp, sem hann hefur skráð sem mögulega leikmenn fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í janúar, í 20 leikmanna æfingahóp. Guðmundur segir að taka þurfi stöðuna á þremur leikmönnum liðsins hvað meiðsli varðar og erfiðast hafi verið að velja þá tvo leikmenn sem skipa munu stöðu vinstri hornamanns að þessu sinni. „Mesti hausverkurinn var klárlega að velja þá tvo leikmenn sem við ætluðum að hafa í vinstra horninu. Það var einkar erfitt að ákveða það að skilja Bjarka Má Elísson eftir og það var erfitt að tilkynna honum þá ákvörðun. Mér fannst hins vegar betra að taka þessa ákvörðun strax í stað þess að láta þá mæta til æfinga og bítast um stöðuna. Það sama á við um hægra hornið og markmannsstöðuna,“ segir hann um valið. „Svo erum við að ganga í gegnum kynslóðaskipti og það er mikil uppstokkun í liðinu. Það tók nokkurn tíma að finna út hvernig best væri að hafa hópinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa verið að glíma við meiðsli undanfarið og við munum nota æfingarnar á komandi dögum og leikina milli jóla og nýárs til þess að meta stöðuna á þeim. Ég hef verið í töluverðum samskiptum við Alfreð Gíslason [þjálfara Kiel] um Gísla Þorgeir og hann hefur tjáð mér að málin séu í góðum farvegi hjá Gísla,“ segir Guðmundur um stöðuna á hópnum. „Við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa liðið og það bætir svo sannarlega ekki úr skák hversu seint deildirnar í Noregi og Svíþjóð klárast. Það er til að mynda bikarúrslitaleikur í Noregi 29. desember sem mér finnst fráleitt og mjög undarlegt að alþjóða handboltasambandið láti það viðgangast. Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum og mun einblína meira á að fara yfir varnarleikinn í undirbúningnum. Við þurfum til að mynda að æfa það hvernig við verjumst sjö á móti sex sem er afbrigði sem Króatía og Makedónía hafa mikið beitt,“ segir hann um komandi vikur.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira