Veggjöld og ferðamenn Jóhannes Þór Skúlason skrifar 9. janúar 2019 15:46 Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun