Chrysler-byggingin sögufræga til sölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 15:20 Margir kannast við Chrysler-bygginguna. Getty/Noam Galai. Hinn sögufræga Chrysler-bygging í New York í Bandaríkjunum er til sölu eins og hún leggur sig. Byggingin, sem er 318,9 metra há, var hæsta bygging heims um skamma hríð á fjórða áratug síðustu aldar. Háhýsið var reist á árunum 1928 til 1930 og er ein þekktasta bygging New York borgar. Byggingin er alls 77-hæðir og er nefnd eftir Walter P. Chrysler, stofnanda Chrysler-bílaframleiðandans. Chrysler sjálfur sá um byggingu háhýsisins, en hann sagðist sjálfur hafa viljað skilja eitthvað eftir sig sem synir hans myndu þurfa að bera ábyrgð á. Voru höfuðstöðvar Chrysler-fyrirtækisins staðsettar í húsinu þangað til á sjötta áratug síðustu aldar. Húsið var hannað að af William van Alen og þykir eitt skýrasta dæmi um Art Deco stílinn sem réð ríkjum í Bandaríkjunum á þeim tímum sem húsið var reist. Önnur slík bygging er Empire State-byggingin sem tók við titlinum sem hæsta bygging heims árið 1931 af Chrysler-byggingunni, aðeins ellefu mánuðum eftir að síðarnefnda byggingin var reist. Háhýsið hefur gengið kaupum og sölum frá því að það var klárað en er nú í eigu sjóðs ríkisstjórnarinnar í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunumm og fasteignafélagsins Tishman Speyer. Vonast eigendurnir til þess að hægt sé að freista einhvers sem eigi mjög djúpa vasa en sögufrægar byggingar í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum verið seldar fyrir metfé, þar á meðal Willis-turninn í Chicago og Waldorf Astoria hótelið í New Yorl. Abu Dhabi sjóðurinn keypti 90 prósent eignarhalds í byggingunni árið 2008 fyrir 800 milljónir dollara en í frétt Wall Street Journal segir að erfiðlega geti reynst að endurheimta það fé. Dýrt sé að reka hið 90 ára gamla háhýsi auk þess sem að þó nokkur fjöldi nýrra háhýsa hefur verið reistur á undanförnum árum. Vonir standa þó til að saga háhýsisins og sess þess í borgarmynd New York borgar geti laðað að sér fjárfesta sem tilbúnir séu til þess að grafa djúpt í vasa sína til þess að eignast bygginguna. Bandaríkin Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hinn sögufræga Chrysler-bygging í New York í Bandaríkjunum er til sölu eins og hún leggur sig. Byggingin, sem er 318,9 metra há, var hæsta bygging heims um skamma hríð á fjórða áratug síðustu aldar. Háhýsið var reist á árunum 1928 til 1930 og er ein þekktasta bygging New York borgar. Byggingin er alls 77-hæðir og er nefnd eftir Walter P. Chrysler, stofnanda Chrysler-bílaframleiðandans. Chrysler sjálfur sá um byggingu háhýsisins, en hann sagðist sjálfur hafa viljað skilja eitthvað eftir sig sem synir hans myndu þurfa að bera ábyrgð á. Voru höfuðstöðvar Chrysler-fyrirtækisins staðsettar í húsinu þangað til á sjötta áratug síðustu aldar. Húsið var hannað að af William van Alen og þykir eitt skýrasta dæmi um Art Deco stílinn sem réð ríkjum í Bandaríkjunum á þeim tímum sem húsið var reist. Önnur slík bygging er Empire State-byggingin sem tók við titlinum sem hæsta bygging heims árið 1931 af Chrysler-byggingunni, aðeins ellefu mánuðum eftir að síðarnefnda byggingin var reist. Háhýsið hefur gengið kaupum og sölum frá því að það var klárað en er nú í eigu sjóðs ríkisstjórnarinnar í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunumm og fasteignafélagsins Tishman Speyer. Vonast eigendurnir til þess að hægt sé að freista einhvers sem eigi mjög djúpa vasa en sögufrægar byggingar í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum verið seldar fyrir metfé, þar á meðal Willis-turninn í Chicago og Waldorf Astoria hótelið í New Yorl. Abu Dhabi sjóðurinn keypti 90 prósent eignarhalds í byggingunni árið 2008 fyrir 800 milljónir dollara en í frétt Wall Street Journal segir að erfiðlega geti reynst að endurheimta það fé. Dýrt sé að reka hið 90 ára gamla háhýsi auk þess sem að þó nokkur fjöldi nýrra háhýsa hefur verið reistur á undanförnum árum. Vonir standa þó til að saga háhýsisins og sess þess í borgarmynd New York borgar geti laðað að sér fjárfesta sem tilbúnir séu til þess að grafa djúpt í vasa sína til þess að eignast bygginguna.
Bandaríkin Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira