Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2019 12:31 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Þetta kom fram í fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vegagerðin hefur boðað til íbúafundar í Reykhólaskóla um þetta eldheita mál klukkan hálffimm síðdegis en áður fundar hún sérstaklega með sveitarstjórn Reykhólahrepps. Hreppsnefndin áformar að taka ákvörðun þann 16. janúar um hvaða leið fari inn í aðalskipulag. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.„Við viljum fara yfir þá vinnu sem við höfum lagt í þetta. Við viljum fara yfir það hvað kom út úr þeirri vinnu og hvaða forsendur við leggjum fyrir okkar leiðarvali og fá að ræða þetta bara í ró og spekt með sveitarstjórn í Reykhólahreppi og síðan með íbúum sveitarinnar,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ráðamenn annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum óttast margra ára tafir ef Reykhólahreppur velji svokallaða R-leið með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð en Vegagerðin stendur við tillögu um ÞH-leið sem liggur um Teigsskóg.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum við okkar tillögu að ÞH-leið vegna þess að það er sú tillaga sem kemur best út úr okkar vinnu og fellur að markmiðum Vegagerðarinnar um veglagningu. Við vitum mikið um þá leið í dag, það er búið að rannsaka hana mikið, þannig að við stöndum við það leiðarval, eða þá tillögu, og bara getum ekki annað. Það er bara þannig,“ segir vegamálastjóri. Hér má hlýða á frétt Bylgjunnar: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Þetta kom fram í fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vegagerðin hefur boðað til íbúafundar í Reykhólaskóla um þetta eldheita mál klukkan hálffimm síðdegis en áður fundar hún sérstaklega með sveitarstjórn Reykhólahrepps. Hreppsnefndin áformar að taka ákvörðun þann 16. janúar um hvaða leið fari inn í aðalskipulag. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.„Við viljum fara yfir þá vinnu sem við höfum lagt í þetta. Við viljum fara yfir það hvað kom út úr þeirri vinnu og hvaða forsendur við leggjum fyrir okkar leiðarvali og fá að ræða þetta bara í ró og spekt með sveitarstjórn í Reykhólahreppi og síðan með íbúum sveitarinnar,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ráðamenn annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum óttast margra ára tafir ef Reykhólahreppur velji svokallaða R-leið með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð en Vegagerðin stendur við tillögu um ÞH-leið sem liggur um Teigsskóg.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum við okkar tillögu að ÞH-leið vegna þess að það er sú tillaga sem kemur best út úr okkar vinnu og fellur að markmiðum Vegagerðarinnar um veglagningu. Við vitum mikið um þá leið í dag, það er búið að rannsaka hana mikið, þannig að við stöndum við það leiðarval, eða þá tillögu, og bara getum ekki annað. Það er bara þannig,“ segir vegamálastjóri. Hér má hlýða á frétt Bylgjunnar:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49
Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00
Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15