Logi bjartsýnn fyrir HM: Vil fá miklu meira frá Aroni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2019 19:30 Aron Pálmarsson í leik með íslenska liðinu. Vísir/Daníel Logi Geirsson er bjartsýnn fyrir hönd íslenska liðsins vegna HM í handbolta sem hefst síðar í vikunni. Ísland hefur leik gegn sterku liði Króata á föstudag en eftir æfingamót helgarinnar í Ósló telur Logi að það sé góður bragur á leik íslenska liðsins. „Ég vil aðallega horfa á hlutina jákvætt. Nú er stutt í stórmót og þrátt fyrir að það væru mörg spurningamerki í kringum íslenska liðið fannst mér það vera á réttri leið. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé einhvern „Gummabrag“ yfir liðinu,“ sagði Logi. Hann telur að það sé annað og betra jafnvægi á íslenska liðinu, sérstaklega eftir að Guðmundur landsliðsþjálfari gerði breytingar á skyttustöðum liðsins. „Eftir að Gummi tók við liðinu notar hann Aron Pálmarsson meira vinstra megin og Ómar Inga hægra megin. Þar með er hann búinn að skipta út Ólafi Guðmundssyni og Rúnari Kárasyni. Mér finnst að það muni minnka sveiflurnar í íslenska liðinu,“ sagði Logi en Íslandi hefur ekki vegnað vel á síðustu stórmótum. Ísland féll til að mynda úr leik eftir riðlakeppnina á EM í Króatíu í fyrra. „Það er rannsóknarefni hvernig við spiluðum síðustu 20 mínúturnar í leikjunum okkar á síðasta stórmóti. Núna finnst mér meira jafnvægi á liðinu og það sem ég hef kallað leikgreind hjá skyttunum sem skilar sér í því að við erum að tapa færri boltum en áður. Ég reikna því ekki með að sjá þessa slæmu kafla sem hafa verið hjá okkur. Við sáum líka þegar Aron Kristjánsson var með liðið að þá voru fyrstu fimmtán mínúturnar okkar í leikjum á stórmótum oft mjög erfiðar, sem fór oft með leiki hjá okkur.“ Logi telur að í Noregi hafi Ísland mætt ofjörlum sínum þegar strákarnir okkar lágu fyrir heimamönnum í fyrsta leik. En það breytir því ekki að Logi er spenntur fyrir framhaldinu. „Gummi er að koma inn með nýja hluti og er ég spenntur fyrir stórmótinu sem er framundan að því leyti að riðillinn er góður fyrir okkur. Við munum vinna Makedóníu, Barein og Japan og gætum jafnvel stolið stigi af Króatíu. En það sem bíður okkar í milliriðli verður of sterkt fyrir okkur. En liðið er að taka breytingum, Gummi hefur beðið um að fá þrjú ár til að ná sínu í gegn og þá verður hann að fá þessi þrjú ár.“ En hefur Logi ekki áhyggjur af neinu eftir að hafa fylgst með liðinu í Noregi? „Ég hef oft nefnt það og það sjá allir að markvarslan var verulega döpur. Gummi fékk samt Tomas Svensson í þjálfaraliðið sitt, einn besta markvörð allra tíma. Það hefur því miður ekki borið árangur, miðað við það sem ég hef séð hingað til. En stórmóta-Bjöggi, hann getur alveg dottið í gírinn og þá geta hlutirnir gerst.“ Logi fer heldur ekki leynt með það að hann er ekki ánægður með það sem að Aron Pálmarsson hefur haft fram að færa í íslensku landsliðstreyjunni síðustu misseri. „Nei, ef ég segi hreint út þá finnst mér það ekki. Aron hefur margoft sýnt það að hann er einn besti leikmaður í heimi, hann spilar með Barcelona þar sem hann er í lykilhlutverki. Við viljum fá miklu meira frá honum, ég held að við séum öll sammála um það. Hann þarf að sýna meira á þessu móti.“ „Í fyrra var hann í vandræðum með félagsliðin sín og það var erfitt fyrir hann að losna frá Veszprem. Hann náði sér engan veginn á strik á síðasta stórmóti, þar sem hann var með flesta tapaða bolta af öllum í riðlakeppninni. Þetta er maður sem tapar varla bolta. Ég hef trú á því að við munum sjá allt annan Aron Pálmarsson á þessu móti, hann hefur spilað vel með Barcelona og ég bið hann um að taka keflið og leiða liðið almennilega.“ Ísland hefur ekki verið meðal tíu efstu þjóða á síðustu fjórum stórmótum og Logi telur að það væri ásættanleg niðurstaða að ná þeim áfanga á ný nú. „Við munum lenda í þriðja sæti í riðlinum, það er alveg klárt. Makedónía hefur verið að spila mjög illa. En ég veit að það má ekki tala svona - Gummi verður brjálaður þegar hann horfir á þetta í tölvunni sinni. En ég get sagt það að það er mjög líklegt að við lendum í þriðja sæti, við gætum jafnvel kroppað stig af Króötunum í fyrsta leiknum. Í milliriðlinum bíður okkar svakaleg lið - Þýskaland, Frakkland og að öllum líkindum Rússland. Það væri því mjög ásættanlegt að liðinu tækist að stimpla sig inn í topp tíu,“ sagði Logi Geirsson. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Loga Geirsson.Klippa: Logi Geirsson um handboltalandsliðið HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Logi Geirsson er bjartsýnn fyrir hönd íslenska liðsins vegna HM í handbolta sem hefst síðar í vikunni. Ísland hefur leik gegn sterku liði Króata á föstudag en eftir æfingamót helgarinnar í Ósló telur Logi að það sé góður bragur á leik íslenska liðsins. „Ég vil aðallega horfa á hlutina jákvætt. Nú er stutt í stórmót og þrátt fyrir að það væru mörg spurningamerki í kringum íslenska liðið fannst mér það vera á réttri leið. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé einhvern „Gummabrag“ yfir liðinu,“ sagði Logi. Hann telur að það sé annað og betra jafnvægi á íslenska liðinu, sérstaklega eftir að Guðmundur landsliðsþjálfari gerði breytingar á skyttustöðum liðsins. „Eftir að Gummi tók við liðinu notar hann Aron Pálmarsson meira vinstra megin og Ómar Inga hægra megin. Þar með er hann búinn að skipta út Ólafi Guðmundssyni og Rúnari Kárasyni. Mér finnst að það muni minnka sveiflurnar í íslenska liðinu,“ sagði Logi en Íslandi hefur ekki vegnað vel á síðustu stórmótum. Ísland féll til að mynda úr leik eftir riðlakeppnina á EM í Króatíu í fyrra. „Það er rannsóknarefni hvernig við spiluðum síðustu 20 mínúturnar í leikjunum okkar á síðasta stórmóti. Núna finnst mér meira jafnvægi á liðinu og það sem ég hef kallað leikgreind hjá skyttunum sem skilar sér í því að við erum að tapa færri boltum en áður. Ég reikna því ekki með að sjá þessa slæmu kafla sem hafa verið hjá okkur. Við sáum líka þegar Aron Kristjánsson var með liðið að þá voru fyrstu fimmtán mínúturnar okkar í leikjum á stórmótum oft mjög erfiðar, sem fór oft með leiki hjá okkur.“ Logi telur að í Noregi hafi Ísland mætt ofjörlum sínum þegar strákarnir okkar lágu fyrir heimamönnum í fyrsta leik. En það breytir því ekki að Logi er spenntur fyrir framhaldinu. „Gummi er að koma inn með nýja hluti og er ég spenntur fyrir stórmótinu sem er framundan að því leyti að riðillinn er góður fyrir okkur. Við munum vinna Makedóníu, Barein og Japan og gætum jafnvel stolið stigi af Króatíu. En það sem bíður okkar í milliriðli verður of sterkt fyrir okkur. En liðið er að taka breytingum, Gummi hefur beðið um að fá þrjú ár til að ná sínu í gegn og þá verður hann að fá þessi þrjú ár.“ En hefur Logi ekki áhyggjur af neinu eftir að hafa fylgst með liðinu í Noregi? „Ég hef oft nefnt það og það sjá allir að markvarslan var verulega döpur. Gummi fékk samt Tomas Svensson í þjálfaraliðið sitt, einn besta markvörð allra tíma. Það hefur því miður ekki borið árangur, miðað við það sem ég hef séð hingað til. En stórmóta-Bjöggi, hann getur alveg dottið í gírinn og þá geta hlutirnir gerst.“ Logi fer heldur ekki leynt með það að hann er ekki ánægður með það sem að Aron Pálmarsson hefur haft fram að færa í íslensku landsliðstreyjunni síðustu misseri. „Nei, ef ég segi hreint út þá finnst mér það ekki. Aron hefur margoft sýnt það að hann er einn besti leikmaður í heimi, hann spilar með Barcelona þar sem hann er í lykilhlutverki. Við viljum fá miklu meira frá honum, ég held að við séum öll sammála um það. Hann þarf að sýna meira á þessu móti.“ „Í fyrra var hann í vandræðum með félagsliðin sín og það var erfitt fyrir hann að losna frá Veszprem. Hann náði sér engan veginn á strik á síðasta stórmóti, þar sem hann var með flesta tapaða bolta af öllum í riðlakeppninni. Þetta er maður sem tapar varla bolta. Ég hef trú á því að við munum sjá allt annan Aron Pálmarsson á þessu móti, hann hefur spilað vel með Barcelona og ég bið hann um að taka keflið og leiða liðið almennilega.“ Ísland hefur ekki verið meðal tíu efstu þjóða á síðustu fjórum stórmótum og Logi telur að það væri ásættanleg niðurstaða að ná þeim áfanga á ný nú. „Við munum lenda í þriðja sæti í riðlinum, það er alveg klárt. Makedónía hefur verið að spila mjög illa. En ég veit að það má ekki tala svona - Gummi verður brjálaður þegar hann horfir á þetta í tölvunni sinni. En ég get sagt það að það er mjög líklegt að við lendum í þriðja sæti, við gætum jafnvel kroppað stig af Króötunum í fyrsta leiknum. Í milliriðlinum bíður okkar svakaleg lið - Þýskaland, Frakkland og að öllum líkindum Rússland. Það væri því mjög ásættanlegt að liðinu tækist að stimpla sig inn í topp tíu,“ sagði Logi Geirsson. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Loga Geirsson.Klippa: Logi Geirsson um handboltalandsliðið
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira