Jón Gnarr útskýrir skrýtnasta brandarann í Skaupinu Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 15:19 Jón Gnarr og Katla Margrét í umræddu atriði í Skaupinu. RÚV Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“ Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Sjá meira
Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“
Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Sjá meira
Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00