Verður ekki send nauðug úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 12:50 Rahaf Mohammed al-Qunun. Skjáskot/Twitter Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk stúlka, verður ekki flutt nauðug úr landi, að sögn yfirmanns innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni. Mohammed al-Qunun læsti sig inni á hótelherbergi á flugvellinum í Bangkok um helgina af ótta við að vera send aftur til fjölskyldu sinnar, sem hún telur að muni myrða sig.Sjá einnig: „Hann vill drepa hana“ Blásið var til blaðamannafundar um mál Mohammed al-Qunun í Bangkok um klukkan níu að íslenskum tíma í morgun. Surachate Hakparn, yfirmaður innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni, tjáði blaðamönnum að yfirvöld hefðu ekki lengur í hyggju að senda Mohammed al-Qunun úr landi. Þá væri hún nú undir verndarvæng tælenskra stjórnvalda og því gæti enginn neytt hana til að fara úr landi. „Ef það að senda hana úr landi yrði valdur að dauða hennar, við myndum að sjálfsögðu ekki vilja gera það.“ Þá sagðist hann myndu funda með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag vegna málsins. Fengist hefur staðfest að fulltrúar frá stofnuninni hafi rætt við Mohammed al-Qunun í dag en hún segist ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái hæli einhvers staðar.Our Bangkok protection team is meeting with @Rahaf84427714 now.— Melissa Fleming (@melissarfleming) January 7, 2019 Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. Hún segist hafa verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum. Mohammed al-Qurun segist jafnframt ekki geta farið aftur til fjölskyldu sinnar þar sem skyldmenni hennar vilji hana feiga. Kúveit Mið-Austurlönd Taíland Tengdar fréttir „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk stúlka, verður ekki flutt nauðug úr landi, að sögn yfirmanns innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni. Mohammed al-Qunun læsti sig inni á hótelherbergi á flugvellinum í Bangkok um helgina af ótta við að vera send aftur til fjölskyldu sinnar, sem hún telur að muni myrða sig.Sjá einnig: „Hann vill drepa hana“ Blásið var til blaðamannafundar um mál Mohammed al-Qunun í Bangkok um klukkan níu að íslenskum tíma í morgun. Surachate Hakparn, yfirmaður innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni, tjáði blaðamönnum að yfirvöld hefðu ekki lengur í hyggju að senda Mohammed al-Qunun úr landi. Þá væri hún nú undir verndarvæng tælenskra stjórnvalda og því gæti enginn neytt hana til að fara úr landi. „Ef það að senda hana úr landi yrði valdur að dauða hennar, við myndum að sjálfsögðu ekki vilja gera það.“ Þá sagðist hann myndu funda með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag vegna málsins. Fengist hefur staðfest að fulltrúar frá stofnuninni hafi rætt við Mohammed al-Qunun í dag en hún segist ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái hæli einhvers staðar.Our Bangkok protection team is meeting with @Rahaf84427714 now.— Melissa Fleming (@melissarfleming) January 7, 2019 Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. Hún segist hafa verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum. Mohammed al-Qurun segist jafnframt ekki geta farið aftur til fjölskyldu sinnar þar sem skyldmenni hennar vilji hana feiga.
Kúveit Mið-Austurlönd Taíland Tengdar fréttir „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
„Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43