Þurfti að upplifa jarðarför andvana dóttur tvisvar vegna mistaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 19:12 Frá Nuuk. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti í tvígang að upplifa jarðarför dóttur hennar sem fæddist andvana. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.Settur dagur hjá Abrahamsen var 3. desember síðastliðinn og ferðaðist hún til Nuuk til að eignast barnið þar. Daginn fyrir settan dag kom hins vegar í ljós að hjarta barnsins var hætt að slá og fæddi Abrahamsen andvana dóttur þann 4. desember.Abrahamsen á heima í bænum Paamiut, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Nuuk. Á meðan á dvölinni í Nuuk stóð gerði hún ráðstafanir til þess að láta grafa barnið í heimabænum þann 14. desember. Eftir að allt var klappað og klárt í Nuuk hélt hún heim á leið með litla líkkistu sem í átt að vera dóttur hennar.Jarðarförin fór fram eins og áætlað var en fimm dögum síðar fékk hún símtal og var hún þá boðið til fundar með prestinum í bænum, lækni og hjúkrunarfræðingi. Þar var henni sagt frá því að gleymst hafði að setja lík dóttur hennar í líkkistinu fyrir jarðarförina. Líkkistan sem var greftruð var tóm.„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall og ég hugsaði með mér af hverju ég þyrfti að ganga í gegnum þetta,“ sagði Abrahamsení samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq. Mistökin voru leiðrétt og nokkrum dögum síðar hélt Abrahamsen aðra jarðarför, og í þetta sinn var gengið úr skugga um að dóttir hennar væri í líkkistunni sem send var til Paamiut.„Það hefur enginn boðist til þess að ræða þetta við mig en ég reyni að takast á við þetta með því að ræða þetta við vini og fjölskyldu mína. Ég er ekki að reyna að vera sterk, þvert á móti. Ég er orðin þreytt á því að komast að því hvað ég er sterk“. Grænland Norðurlönd Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti í tvígang að upplifa jarðarför dóttur hennar sem fæddist andvana. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.Settur dagur hjá Abrahamsen var 3. desember síðastliðinn og ferðaðist hún til Nuuk til að eignast barnið þar. Daginn fyrir settan dag kom hins vegar í ljós að hjarta barnsins var hætt að slá og fæddi Abrahamsen andvana dóttur þann 4. desember.Abrahamsen á heima í bænum Paamiut, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Nuuk. Á meðan á dvölinni í Nuuk stóð gerði hún ráðstafanir til þess að láta grafa barnið í heimabænum þann 14. desember. Eftir að allt var klappað og klárt í Nuuk hélt hún heim á leið með litla líkkistu sem í átt að vera dóttur hennar.Jarðarförin fór fram eins og áætlað var en fimm dögum síðar fékk hún símtal og var hún þá boðið til fundar með prestinum í bænum, lækni og hjúkrunarfræðingi. Þar var henni sagt frá því að gleymst hafði að setja lík dóttur hennar í líkkistinu fyrir jarðarförina. Líkkistan sem var greftruð var tóm.„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall og ég hugsaði með mér af hverju ég þyrfti að ganga í gegnum þetta,“ sagði Abrahamsení samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq. Mistökin voru leiðrétt og nokkrum dögum síðar hélt Abrahamsen aðra jarðarför, og í þetta sinn var gengið úr skugga um að dóttir hennar væri í líkkistunni sem send var til Paamiut.„Það hefur enginn boðist til þess að ræða þetta við mig en ég reyni að takast á við þetta með því að ræða þetta við vini og fjölskyldu mína. Ég er ekki að reyna að vera sterk, þvert á móti. Ég er orðin þreytt á því að komast að því hvað ég er sterk“.
Grænland Norðurlönd Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira