Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 19:15 Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK
Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30