Netflix fjarlægir gamanþátt eftir kvörtun Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 08:33 Hasan Minhaj dró leiðtoga Sádi-Arabíu saman í háði í Netflix-þætti sínum. Það féll ekki í kramið í Ríad. Vísir/Getty Streymisþjónustan Netflix hefur fjarlægt bandarískan gamanþátt þar sem gagnrýni kom fram á ráðamenn í Sádi-Arabíu eftir að stjórnvöld þar í landi kvörtuðu. Sádar telja þáttinn brot á lögum um tölvuglæpi. Í öðrum þætti „Föðurlandsvinarlaganna“ [e. Patriot Act], gamanþætti bandaríska grínarans Hasans Minhaj, gagnrýnir Minhaj sádiarabíska krónprinsinns Mohammed bin Salman vegna morðsins á Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október og stríðsrekstur Sáda í Jemen. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á blaðamanninum. Þátturinn fór fyrir brjóstið á sádiarabískum stjórnvöldum sem lögðu fram formlega kvörtun til Netflix. Forráðamenn streymisþjónustunnar segjast virða listrænt frelsi en að hún hafi þurft að virða lög í Sádi-Arabíu. Þátturinn er því ekki lengur aðgengilegur sádiarabískum áhorfendum á Netflix. Þeir geta þó enn sé hann á Youtube, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post en hann var búsettur í Virginíu. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá blaðinu, gagnrýndi ákvörðun Netflix harðlega í tísti í gær. Sagði hún Minhaj hafa verið sterka, hreinskilna og fyndna rödd gegn Sádi-Arabíu og Salman krónprins eftir morðið á Khashoggi og hafa vakið athygli á ástandinu í Jemen. „Virkilega hneykslanlegt að Netflix hafi tekið út einn af þáttum hans sem var gagnrýninn á Sádi-Arabíu,“ tísti hún. Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Netflix Sádi-Arabía Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira
Streymisþjónustan Netflix hefur fjarlægt bandarískan gamanþátt þar sem gagnrýni kom fram á ráðamenn í Sádi-Arabíu eftir að stjórnvöld þar í landi kvörtuðu. Sádar telja þáttinn brot á lögum um tölvuglæpi. Í öðrum þætti „Föðurlandsvinarlaganna“ [e. Patriot Act], gamanþætti bandaríska grínarans Hasans Minhaj, gagnrýnir Minhaj sádiarabíska krónprinsinns Mohammed bin Salman vegna morðsins á Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október og stríðsrekstur Sáda í Jemen. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á blaðamanninum. Þátturinn fór fyrir brjóstið á sádiarabískum stjórnvöldum sem lögðu fram formlega kvörtun til Netflix. Forráðamenn streymisþjónustunnar segjast virða listrænt frelsi en að hún hafi þurft að virða lög í Sádi-Arabíu. Þátturinn er því ekki lengur aðgengilegur sádiarabískum áhorfendum á Netflix. Þeir geta þó enn sé hann á Youtube, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post en hann var búsettur í Virginíu. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá blaðinu, gagnrýndi ákvörðun Netflix harðlega í tísti í gær. Sagði hún Minhaj hafa verið sterka, hreinskilna og fyndna rödd gegn Sádi-Arabíu og Salman krónprins eftir morðið á Khashoggi og hafa vakið athygli á ástandinu í Jemen. „Virkilega hneykslanlegt að Netflix hafi tekið út einn af þáttum hans sem var gagnrýninn á Sádi-Arabíu,“ tísti hún.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Netflix Sádi-Arabía Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira