Umfjöllun um tapið gegn Þýskalandi: Erfið kvöldstund í Köln Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 21:44 Strákarnir voru svekktir eftir tapið. vísir/Epa Íslenska landsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu í milliriðli 1 á HM 2019 í handbolta eftir 24-19 tap gegn gestgjöfum Þjóðverja í LANXESS-höllinni í Köln í kvöld. Með tapinu er möguleikinn á sjöunda sætinu nánast enginn en menn verða að lifa í voninni. Eftir góða byrjun á leiknum fór allt í baklás í sóknarleiknum, sérstaklega þegar að Aron Pálmarsson gat ekki mætt í seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Treysta þurfti þá á ungu mennina enn meira og þeir fengu heldur betur að kynnast stóra sviðinu og lauginni djúpu. Íslenska liðið skoraði aðeins níu mörk í seinni hálfleik og var í fyrsta sinn í mótinu undir í löglegum stöðvunum. Þýska vörnin var frábær með úlfinn Andreas í stuði fyrir aftan og það reyndist okkar mönnum um megn. Framhaldið verður erfitt, sérstaklega þegar að tveir bestu menn liðsins, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson, eru tæpir vegna meiðsla en Arnór meiddist líka í leiknum. Þeir fá ekki mikinn tíma til að jafna sig því leikið verður á móti Frakklandi eftir tæpan sólarhring.Gísli Þorgeir fór með nokkur dauðafæri.vísir/EpaHættu ekki að reyna Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði sóknarleiknum allan tímann. Hann er kominn fram fyrir Elvar í goggunarröðina í sóknarleiknum en Elvar er nú orðinn nær aðallega varnarmaður og skiptir Guðmundur tveimur í vörn og sókn í byrjun leikja. Gísli fékk nær enga hvíld eftir að Aron þurfti frá að hverfa vegna meiðsla og dagurinn á skrifstofunni hjá Hafnfirðingnum unga var erfiður. Hann fór með þrjú dauðafæri og tapaði fjórum boltum og var í heildina með 25 prósent skotnýtingu. Hann hætti samt aldrei að reyna og það hefur svolítið verið kennimerki þessa liðs á mótinu. Sóknarleikurinn hefur stundum verið ansi stirðbusalegur eins og í kvöld en menn hætta ekki að þora þó í harðbakkann slái. Elvar Örn átti líka mjög erfitt uppdráttar í sóknarleiknum sem og Teitur Örn og Ómar en þýska vörnin lét okkar menn stundum líta út eins og byrjendur þegar að þeir neyddust til að stinga niður fyrir innan punktalínu og skima í kringum sig eftir næstu sendingu.Þjóðverjarnir voru erfiðir.vísir/EpaÞýska stálið Það verður ekkert tekið af þýska liðinu sem spilaði frábærlega í kvöld. Þessi þýski múr er alveg magnaður þegar að hann kemst í gang og stemningin og hjartað í liðinu minnir á íslenska liðið á góðum degi. Þýskaland vann sannfærandi og sanngjarnt. Svo einfalt er það. Þeir voru svo góðir í vörninni að í fyrsta sinn litu stórmótanýliðar íslenska liðsins út eins og nýliðar. Hingað til hafa þeir átt langar og góðar rispur í öllum leikjunum á móti bestu þjóðunum en í seinni hálfleik gleymdu krakkarnir okkar kútunum áður en þeir stungu sér í djúpu laugina. Varnarleikurinn var í heildina til fyrirmyndar en krafturinn og kílóin í þýska liðinu reyndist okkar mönnum um megn. Það gerðist nokkrum sinnum að þýsku leikmennirnir óðu bara í gegnum hjarta varnarinnar og drógu hálft liðið með sér er þeir skoruðu framhjá Björgvin sem spilaði fínan leik í markinu. Þegar að talað er um reynslubanka þá var stór innistæða lögð inn á sparnaðarreikning margra í liðinu í kvöld en án Arons Pálmarssonar átti Ísland ekki möguleika í seinni hálfleik. Enn og aftur voru það svo eldri mennirnir sem drógu vagninn í sóknarleiknum en Arnór, Aron og Ólafur Guðmundsson skoraði tólf af 19 mörkum íslenska liðsins.Paul Drux keyrir í gegn.vísir/EpaOg hvað nú? Frakkar sýndu í kvöld að þeir eru líklegir til að vinna mótið þegar að þeir gengu sannfærandi frá Spáni. Breiddin er miklu meiri hjá franska liðinu en það kallaði inn Melvyn nokkurn Richardsson fyrir milliriðlana, son Jackson Richardsson. Hann mætti í seinni hálfleikinn á móti Evrópumeisturum Spánar og skoraði fjögur mörk án þess að hafa mikið fyrir því. Franski varnarmúrinn eru engu síðri en sá þýski þannig það verður önnur prófraun fyrir Ísland á morgun í sóknarleiknum sem verður að lagast. Menn verða allavega að fara betur með færin því auðvelt er að telja upp fimm dauðafæri með vítaköstum sem fóru forgörðum í kvöld og það er alltof dýrt á móti svona liði. Nokkrum sinnum í seinni hálfleik fékk Ísland tækifæri til að minnka muninn í eitt og tvö mörk og aðeins slá þögn á háværa höllina en þá féllu hlutirnir með þeim þýsku. Stemningin í Köln í kvöld var ólýsanleg og ekkert grín fyrir unga menn að spila í svona umhverfi. Ef marka má leikina gegn Króatíu, Spáni og Þýskalandi er Ísland á þeim stað sem flestir bjuggust við; aðeins á eftir þessum þjóðum. Það verður því við ramman reip að draga á morgun á móti Frakklandi en Brasilía bíður svo handan hornsins á miðvikudaginn. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Þjóðverjum: Þýska vörnin með yfirburði í tölfræðinni Þýska vörnin kom mjög vel út úr allri tölfræði í fimm marka sigri á Íslandi í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta 2019. 19. janúar 2019 21:29 Guðmundur: Stórkostleg og hetjuleg barátta Guðmundur Guðmundsson hrósaði ungu landsliði Íslands í hástert fyrir frammistöðuna gegn Þýskalandi á HM í handbolta í kvöld. 19. janúar 2019 21:34 Björgvin: Erum sárir en getum samt labbað stoltir af velli Björgvin Páll Gústavsson var stoltur af ungu íslensku liði í kvöld. 19. janúar 2019 21:31 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu í milliriðli 1 á HM 2019 í handbolta eftir 24-19 tap gegn gestgjöfum Þjóðverja í LANXESS-höllinni í Köln í kvöld. Með tapinu er möguleikinn á sjöunda sætinu nánast enginn en menn verða að lifa í voninni. Eftir góða byrjun á leiknum fór allt í baklás í sóknarleiknum, sérstaklega þegar að Aron Pálmarsson gat ekki mætt í seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Treysta þurfti þá á ungu mennina enn meira og þeir fengu heldur betur að kynnast stóra sviðinu og lauginni djúpu. Íslenska liðið skoraði aðeins níu mörk í seinni hálfleik og var í fyrsta sinn í mótinu undir í löglegum stöðvunum. Þýska vörnin var frábær með úlfinn Andreas í stuði fyrir aftan og það reyndist okkar mönnum um megn. Framhaldið verður erfitt, sérstaklega þegar að tveir bestu menn liðsins, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson, eru tæpir vegna meiðsla en Arnór meiddist líka í leiknum. Þeir fá ekki mikinn tíma til að jafna sig því leikið verður á móti Frakklandi eftir tæpan sólarhring.Gísli Þorgeir fór með nokkur dauðafæri.vísir/EpaHættu ekki að reyna Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði sóknarleiknum allan tímann. Hann er kominn fram fyrir Elvar í goggunarröðina í sóknarleiknum en Elvar er nú orðinn nær aðallega varnarmaður og skiptir Guðmundur tveimur í vörn og sókn í byrjun leikja. Gísli fékk nær enga hvíld eftir að Aron þurfti frá að hverfa vegna meiðsla og dagurinn á skrifstofunni hjá Hafnfirðingnum unga var erfiður. Hann fór með þrjú dauðafæri og tapaði fjórum boltum og var í heildina með 25 prósent skotnýtingu. Hann hætti samt aldrei að reyna og það hefur svolítið verið kennimerki þessa liðs á mótinu. Sóknarleikurinn hefur stundum verið ansi stirðbusalegur eins og í kvöld en menn hætta ekki að þora þó í harðbakkann slái. Elvar Örn átti líka mjög erfitt uppdráttar í sóknarleiknum sem og Teitur Örn og Ómar en þýska vörnin lét okkar menn stundum líta út eins og byrjendur þegar að þeir neyddust til að stinga niður fyrir innan punktalínu og skima í kringum sig eftir næstu sendingu.Þjóðverjarnir voru erfiðir.vísir/EpaÞýska stálið Það verður ekkert tekið af þýska liðinu sem spilaði frábærlega í kvöld. Þessi þýski múr er alveg magnaður þegar að hann kemst í gang og stemningin og hjartað í liðinu minnir á íslenska liðið á góðum degi. Þýskaland vann sannfærandi og sanngjarnt. Svo einfalt er það. Þeir voru svo góðir í vörninni að í fyrsta sinn litu stórmótanýliðar íslenska liðsins út eins og nýliðar. Hingað til hafa þeir átt langar og góðar rispur í öllum leikjunum á móti bestu þjóðunum en í seinni hálfleik gleymdu krakkarnir okkar kútunum áður en þeir stungu sér í djúpu laugina. Varnarleikurinn var í heildina til fyrirmyndar en krafturinn og kílóin í þýska liðinu reyndist okkar mönnum um megn. Það gerðist nokkrum sinnum að þýsku leikmennirnir óðu bara í gegnum hjarta varnarinnar og drógu hálft liðið með sér er þeir skoruðu framhjá Björgvin sem spilaði fínan leik í markinu. Þegar að talað er um reynslubanka þá var stór innistæða lögð inn á sparnaðarreikning margra í liðinu í kvöld en án Arons Pálmarssonar átti Ísland ekki möguleika í seinni hálfleik. Enn og aftur voru það svo eldri mennirnir sem drógu vagninn í sóknarleiknum en Arnór, Aron og Ólafur Guðmundsson skoraði tólf af 19 mörkum íslenska liðsins.Paul Drux keyrir í gegn.vísir/EpaOg hvað nú? Frakkar sýndu í kvöld að þeir eru líklegir til að vinna mótið þegar að þeir gengu sannfærandi frá Spáni. Breiddin er miklu meiri hjá franska liðinu en það kallaði inn Melvyn nokkurn Richardsson fyrir milliriðlana, son Jackson Richardsson. Hann mætti í seinni hálfleikinn á móti Evrópumeisturum Spánar og skoraði fjögur mörk án þess að hafa mikið fyrir því. Franski varnarmúrinn eru engu síðri en sá þýski þannig það verður önnur prófraun fyrir Ísland á morgun í sóknarleiknum sem verður að lagast. Menn verða allavega að fara betur með færin því auðvelt er að telja upp fimm dauðafæri með vítaköstum sem fóru forgörðum í kvöld og það er alltof dýrt á móti svona liði. Nokkrum sinnum í seinni hálfleik fékk Ísland tækifæri til að minnka muninn í eitt og tvö mörk og aðeins slá þögn á háværa höllina en þá féllu hlutirnir með þeim þýsku. Stemningin í Köln í kvöld var ólýsanleg og ekkert grín fyrir unga menn að spila í svona umhverfi. Ef marka má leikina gegn Króatíu, Spáni og Þýskalandi er Ísland á þeim stað sem flestir bjuggust við; aðeins á eftir þessum þjóðum. Það verður því við ramman reip að draga á morgun á móti Frakklandi en Brasilía bíður svo handan hornsins á miðvikudaginn.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Þjóðverjum: Þýska vörnin með yfirburði í tölfræðinni Þýska vörnin kom mjög vel út úr allri tölfræði í fimm marka sigri á Íslandi í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta 2019. 19. janúar 2019 21:29 Guðmundur: Stórkostleg og hetjuleg barátta Guðmundur Guðmundsson hrósaði ungu landsliði Íslands í hástert fyrir frammistöðuna gegn Þýskalandi á HM í handbolta í kvöld. 19. janúar 2019 21:34 Björgvin: Erum sárir en getum samt labbað stoltir af velli Björgvin Páll Gústavsson var stoltur af ungu íslensku liði í kvöld. 19. janúar 2019 21:31 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Þjóðverjum: Þýska vörnin með yfirburði í tölfræðinni Þýska vörnin kom mjög vel út úr allri tölfræði í fimm marka sigri á Íslandi í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta 2019. 19. janúar 2019 21:29
Guðmundur: Stórkostleg og hetjuleg barátta Guðmundur Guðmundsson hrósaði ungu landsliði Íslands í hástert fyrir frammistöðuna gegn Þýskalandi á HM í handbolta í kvöld. 19. janúar 2019 21:34
Björgvin: Erum sárir en getum samt labbað stoltir af velli Björgvin Páll Gústavsson var stoltur af ungu íslensku liði í kvöld. 19. janúar 2019 21:31