Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 07:00 Elvar Örn Jónsson á æfingu Íslands í gær. vísir/tom Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mætir Þýskalandi með strákunum okkar í fyrsta leik liðsins í milliriðli HM 2019 í kvöld klukkan 19.30. Verkefnið er ærið því Þjóðverjar verða vel studdir af smekkfullri 20.000 manna Lanxess-höllinni í kvöld en heimamenn ætla sér langt í mótinu. „Spennustigið bara eykst. Maður verður alltaf spenntari og spenntari. Nú er maður kominn í þessa rosalegu höll hérna. Maður hefur fylgst með Final Four í gegnum árin þannig að þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Elvar Örn. „Við búumst við fullri höll af Þjóðverjum að baula á okkur þannig að við þurfum að vera sterkari í hausnum og spila okkar leik.“ Elvar hóf mótið sem einn af aðalmönnunum í sókn og vörn en í síðustu leikjum hefur hlutverk hans aðeins minnkað í sókninni en stækkað í varnarleiknum. View this post on Instagram #10yearchallenge #strakarnirokkar A post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Jan 18, 2019 at 2:47am PST Guðmundur er farinn að skipta reglulega tveimur inn og út í vörn og sókn og kemur Elvar inn að spila bakvörðinn þar sem hann er búinn að raða upp flestum löglegum stöðvunum allra í íslenska liðinu. „Ég tek því hlutverki vel. Ég spila bara þar sem að Gummi segir mér að spila. Ég geri bara mitt besta og er bara sáttur að fá að spila á HM,“ segir Elvar hógvær að vanda. Elvar Örn er mikill handboltaaðdáandi og hefur fylgst vel með stórmótum í gegnum tíðina. Á Facebook-síðu hans eru óborganlegar myndir af honum með stórstjörnum á borð við þýska hornamanninn Uwe Gensheimer og kollega hans í franska landsliðinu, Luc Abalo. Myndirnar eru frá 2010 og 2011 þegar að Elvar var þrettán og fjórtán ára gamall en nú er hann 21 árs að fara að mæta þessum hetjum sínum. „Það er gaman að fá að spila á móti þessum stjörnum sem að maður hefur litið upp til öll þessi ár. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Elvar Örn Jónsson.Næstu andstæðingar Elvars, og Elvar sjálfur......@handkastid @Seinnibylgjan pic.twitter.com/xsRL6TnHuZ— Hrafn Erlingsson (@hrafnerlingsson) January 19, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mætir Þýskalandi með strákunum okkar í fyrsta leik liðsins í milliriðli HM 2019 í kvöld klukkan 19.30. Verkefnið er ærið því Þjóðverjar verða vel studdir af smekkfullri 20.000 manna Lanxess-höllinni í kvöld en heimamenn ætla sér langt í mótinu. „Spennustigið bara eykst. Maður verður alltaf spenntari og spenntari. Nú er maður kominn í þessa rosalegu höll hérna. Maður hefur fylgst með Final Four í gegnum árin þannig að þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Elvar Örn. „Við búumst við fullri höll af Þjóðverjum að baula á okkur þannig að við þurfum að vera sterkari í hausnum og spila okkar leik.“ Elvar hóf mótið sem einn af aðalmönnunum í sókn og vörn en í síðustu leikjum hefur hlutverk hans aðeins minnkað í sókninni en stækkað í varnarleiknum. View this post on Instagram #10yearchallenge #strakarnirokkar A post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Jan 18, 2019 at 2:47am PST Guðmundur er farinn að skipta reglulega tveimur inn og út í vörn og sókn og kemur Elvar inn að spila bakvörðinn þar sem hann er búinn að raða upp flestum löglegum stöðvunum allra í íslenska liðinu. „Ég tek því hlutverki vel. Ég spila bara þar sem að Gummi segir mér að spila. Ég geri bara mitt besta og er bara sáttur að fá að spila á HM,“ segir Elvar hógvær að vanda. Elvar Örn er mikill handboltaaðdáandi og hefur fylgst vel með stórmótum í gegnum tíðina. Á Facebook-síðu hans eru óborganlegar myndir af honum með stórstjörnum á borð við þýska hornamanninn Uwe Gensheimer og kollega hans í franska landsliðinu, Luc Abalo. Myndirnar eru frá 2010 og 2011 þegar að Elvar var þrettán og fjórtán ára gamall en nú er hann 21 árs að fara að mæta þessum hetjum sínum. „Það er gaman að fá að spila á móti þessum stjörnum sem að maður hefur litið upp til öll þessi ár. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Elvar Örn Jónsson.Næstu andstæðingar Elvars, og Elvar sjálfur......@handkastid @Seinnibylgjan pic.twitter.com/xsRL6TnHuZ— Hrafn Erlingsson (@hrafnerlingsson) January 19, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43