Ákvörðun Lööf og samflokksmanna hennar að segja skilið við bandalag borgaralegu flokkanna og styðja nýja stjórn Jafnaðarmanna og Græningja hefur fengið ýmsa til að sjá rautt. Åkesson minntist á það í ræðustól að fataval Miðflokksformannsins væri í takt við gjörðir hennar.
„Ég tek eftir því að hinn nánast alltaf grænklæddi Miðflokksformaður er klædd rauðu, deginum til heiðurs,“ sagði Åkesson eftir að hafa lýst því sem hann kallaði „fáránlegum“ stjórnarmyndunarviðsræðum síðustu mánaða.
Lööf var þó fljót til svars þegar hún mætti sjálf í ræðustólinn. „Jimmie Åkesson valdi þennan dag ábyrgðar til að tjá sig um klæðnað kvenna. Ég leyfi mér að benda á að [draktin] er í sama lit og bindi Jimmie Åkesson,“ sagði Lööf og í kjölfarið var mikið klappað í þingsalnum.
Sjá má mynd af ræðum þeirra Åkesson og Lööf að neðan.
Fatamálið bar aftur á góma á fréttamannafundi að þingfundi loknum. „Mér finnst bindið ekki minna sérstaklega mikið á nautablóðslituðu drakt (s. oxblodskostym) hennar, en hún er mjög fín í henni,“ sagði Åkesson þá.