Ábyrgð útgerðar sé mikil Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. janúar 2019 07:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það þarf að taka þetta mál föstum tökum. Það er margt í húfi, meðal annars orðspor okkar sem fiskveiðiþjóðar sem blessunarlega tók þá ákvörðun að vera með sjálfbærar veiðar og byggja á vísindalegri nálgun,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um þá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar að eftirlit Fiskistofu með brottkasti sé bæði ómarkvisst og veikburða. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. Þar kemur meðal annars fram að vegna takmarkaðs eftirlits stjórnvalda með brottkasti og takmarkaðra rannsókna á umfanginu sé vart tilefni til fullyrðinga atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um að brottkast sé óverulegt. Það er sérstaklega gagnrýnt að mat ráðuneytisins byggist meðal annars á lýsingum hagsmunaaðila. Við upplýsingaöflun vegna úttektarinnar hafi komið fram skýrar áhyggjur af því að brottkast ætti sér stað í talsverðum mæli. Þorgerður segir ábyrgð útgerðarmanna mikla og þeir verði að standa undir henni. „Langflestir gera það en SFS verður hér að sýna afgerandi forystu og taka hressilega á þessu þó að einhverjir innan þeirra raða verði missáttir. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna. Langt í frá, þótt ríkisstjórnin vilji vinna málið þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
„Það þarf að taka þetta mál föstum tökum. Það er margt í húfi, meðal annars orðspor okkar sem fiskveiðiþjóðar sem blessunarlega tók þá ákvörðun að vera með sjálfbærar veiðar og byggja á vísindalegri nálgun,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um þá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar að eftirlit Fiskistofu með brottkasti sé bæði ómarkvisst og veikburða. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. Þar kemur meðal annars fram að vegna takmarkaðs eftirlits stjórnvalda með brottkasti og takmarkaðra rannsókna á umfanginu sé vart tilefni til fullyrðinga atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um að brottkast sé óverulegt. Það er sérstaklega gagnrýnt að mat ráðuneytisins byggist meðal annars á lýsingum hagsmunaaðila. Við upplýsingaöflun vegna úttektarinnar hafi komið fram skýrar áhyggjur af því að brottkast ætti sér stað í talsverðum mæli. Þorgerður segir ábyrgð útgerðarmanna mikla og þeir verði að standa undir henni. „Langflestir gera það en SFS verður hér að sýna afgerandi forystu og taka hressilega á þessu þó að einhverjir innan þeirra raða verði missáttir. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna. Langt í frá, þótt ríkisstjórnin vilji vinna málið þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira