„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 18:10 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. Vísir/vilhelm Frumvarp um breytingu á klukkunni verður ekki afgreitt á þessu vorþingi því stjórnvöld hyggjast gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa málið til hlítar. Íslendingar láta sig málið talsvert varða því fjöldi umsagna í samráðsgátt stjórnarráðsins eru nú 1092 talsins sem er metfjöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá stöðu málsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín segir að afar skiptar skoðanir séu á meðal Íslendinga um hugsanlega breytingu á klukkunni. Málið verður í umsagnarferli í tvo mánuði og er ætlunin að yfirvega umsagnirnar og gera tillögu um framhald málsins þegar líður fram á vor og sumar að sögn Katrínar. Hún segir að málið sé þess eðlis að mikilvægt hafi verið að hafa landsmenn með í ráðum. „Við gáfum þessu rúman tíma. Málið er bara búið að vera viku í umsagnarferli og þessar þúsund umsagnir sem hafa borist á þeim tíma – sem segir mér nú það sem mér finnst best við Íslendinga – að þeir láta ekki á sér standa þegar maður kallar eftir sjónarmiðum. Þá mætir fólk og lætur í sér heyra.“ Landsmenn hafa úr þremur kostum að ráða: 1. Óbreytt staða, klukkan áfram 1 klst. Fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. 2. Klukkunni seinkað um 1 klst. Frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 verður kl. 10 eftir breytingu). 3. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Innt eftir sinni skoðun á málinu segist Katrín enn liggja undir feldi þrátt fyrir að hún hafi hingað til, að eigin sögn, verið tiltölulega íhaldsöm þegar málið hefur verið til umræðu í þinginu. „En auðvitað hlýt ég að horfa til þess þegar við erum að sjá fleiri og fleiri vísindamenn stíga fram og ræða þessi sjónar mið sem tengjast morgunbirtunni,“ segir Katrín og tekur mið af lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum og bætir við að taka þurfti tillit til líkamsklukkunar og svefnrannsókna.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Frumvarp um breytingu á klukkunni verður ekki afgreitt á þessu vorþingi því stjórnvöld hyggjast gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa málið til hlítar. Íslendingar láta sig málið talsvert varða því fjöldi umsagna í samráðsgátt stjórnarráðsins eru nú 1092 talsins sem er metfjöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá stöðu málsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín segir að afar skiptar skoðanir séu á meðal Íslendinga um hugsanlega breytingu á klukkunni. Málið verður í umsagnarferli í tvo mánuði og er ætlunin að yfirvega umsagnirnar og gera tillögu um framhald málsins þegar líður fram á vor og sumar að sögn Katrínar. Hún segir að málið sé þess eðlis að mikilvægt hafi verið að hafa landsmenn með í ráðum. „Við gáfum þessu rúman tíma. Málið er bara búið að vera viku í umsagnarferli og þessar þúsund umsagnir sem hafa borist á þeim tíma – sem segir mér nú það sem mér finnst best við Íslendinga – að þeir láta ekki á sér standa þegar maður kallar eftir sjónarmiðum. Þá mætir fólk og lætur í sér heyra.“ Landsmenn hafa úr þremur kostum að ráða: 1. Óbreytt staða, klukkan áfram 1 klst. Fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. 2. Klukkunni seinkað um 1 klst. Frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 verður kl. 10 eftir breytingu). 3. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Innt eftir sinni skoðun á málinu segist Katrín enn liggja undir feldi þrátt fyrir að hún hafi hingað til, að eigin sögn, verið tiltölulega íhaldsöm þegar málið hefur verið til umræðu í þinginu. „En auðvitað hlýt ég að horfa til þess þegar við erum að sjá fleiri og fleiri vísindamenn stíga fram og ræða þessi sjónar mið sem tengjast morgunbirtunni,“ segir Katrín og tekur mið af lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum og bætir við að taka þurfti tillit til líkamsklukkunar og svefnrannsókna.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52
Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15
Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15