Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 11:00 Línumaðuruinn Stojanche Stoilov getur skaðað vandræði. Getty/TF-Images Nú er komið að fimmta og síðasta leiknum í riðlinum hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Makedóníu sem hefur oft orðið á vegi íslenska liðsins í gegnum tíðina. Makedóníumenn hafa unnið tvo leiki eins og íslenska landsliðið og er þetta því algjör úrslitaleikur um þriðja sæti í riðlinum sem gefur sæti í milliriðli. Íslenska liðinu nægir reyndar jafntefli því liðið er með betri markatölu í fyrstu fjórum leikjum sínum en Makedónar.Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Makedóníu og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Makedónía á HM 2019 - Makedóníumenn komust á HM í gegnum evrópska umspilið alveg eins og íslenska landsliðið. Á meðan Ísland sló út Litháen þá hafði Makedónía betur á móti Rúmeníu. Makedónía lagði grunninn að sigrinum í umspilinu með því að vinna fyrri leikinn á heimavelli með átta marka mun, 32-24. Þeir komust þannig upp með það að tapa seinni leiknum með einu marki í Rúmenínu en unnu engu að síður einvígið með sjö marka mun, 57-50. Makedónía komst í umspilið þar sem liðið var með á Evrópumótinu í Króatíu í fyrra þar sem liðið náði ellefta sætinu.- Gengi Makedóníu á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er sjötta heimsmeistaramótið í sögu handboltalandsliðs Makedóniu en liðið er nú með á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Fyrsta heimsmeistaramót Makedóníu var HM í Egyptalandi 1999 sem er eitt af fáum heimsmeistaramótum á síðustu áratugum þar sem Ísland var ekki meðal þátttökuþjóða. Makedónía endaði í 18. sæti á sínu fyrsta HM sem er ennþá í dag slakasti árangur liðsins á heimsmeistaramótið. Þetta var líka eina heimsmeistaramót Makedóna í áratug því þeir komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en á HM 2009 sem var annað mót sem Ísland missti af. Í umspilinu fyrir HM 2009 þá vann Makedónía lið Íslands en íslensku strákarnir svöruðu því með því að vinna silfur á Ólympíuleikunum í Peking nokkrum mánuðum síðar. Besta heimsmeistaramót Makedóna var HM í Katar 2015 þegar liðið endaði í 9. sæti. Makedónska liðið endaði þá í 2. sæti í sínum riðli á eftir Krótaíu en tapaði síðan með tveggja marka mun á móti Slóveníu í sextán liða úrslitunum.Kiril Lazarov í leik á móti Íslandi á HM 2017.Vísir/EPA- Síðasta stórmót Makedóníu - Makedónía endaði í 11. sæti á EM í Króatíu í fyrra en liðið kom þá mörgum á óvart með því að vinna sinn riðil og hafa þá betur gegn bæði Þýskalandi og Slóveníu. Makedóníumenn fóru með þrjú stig í milliriðilinn en töpuðu þar öllum þremur leikjum sínum á móti Spáni, Tékklandi og Danmörku sem þýddi að þeir enduðu í neðsta sæti riðilsins. Makedónía endaði í fimmtánda sæti á síðasta heimsmeistaramóti sem var í Frakklandi fyrir tveimur árum. Makedónía var þar með Íslandi í riðli og endaði sæti ofar. Bæði lið komust í sextán liða úrslitin. Þau duttu líka bæði út þar, Ísland á móti verðandi heimsmeisturum Frakka en Makedónar á móti Norðmönnum sem fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn.Ólafur Guðmundsson reynir skot á móti Makedóníu í undankeppni EM 2018.EPA/GEORGI LICOVSKI- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Vegir Íslands og Makedóníu hafa oft legið saman á síðustu árum en oftar þó í undankeppnum stórmóta en úrslitakeppnunum sjálfum. Þjóðirnar eru sem dæmi nú saman í riðli í undankeppni EM 2020 og voru líka saman í undankeppni EM 2018. Liðin hafa ekki enn spilað innbyrðisleiki sína í undankeppni EM 2020 en í undankeppni 2018 þá unnu þau hvort sinn leikinn, Makedónía 30-25 á sínum heimavelli en Ísland 30-29 í Laugardalshöllinni. Íslenska handboltalandsliðið hefur þrisvar sinnum mætt Makedóníu á stórmóti, tvisvar á HM og einu sinni á EM. Ísland hefur aldrei tapað fyrir Makedóníu á stóra sviðinu, unnið tvo leiki og gert eitt jafnteflið. Þetta eina jafntefli kom einmitt í síðasta leik þjóðanna á stórmóti sem var á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum en leikurinn endaði 27-27. Rúnar Kárason skoraði þá jöfnunarmark Íslands sem hafði áður misst niður þriggja marka forskot á síðustu átta mínútum leiksins. Íslenska liðið vann aftur á móti báða leiki sína við Makedóna á stórmótum undir stjórn Arons Kristjánssinar, fyrst 23-19 á HM 2013 og svo 29-27 á EM 2014. Sárustu kynni Íslands af Makedóníu í tengslum við stórmót var örugglega í umspili um sæti á HM 2009. Makedónía vann þá fyrri leikinn 34-26 á heimavelli sínum. 30-23 sigur Íslands í Laugardalshöllinni var ekki nóg fyrir íslensku strákanna.Kiril Lazarov.Getty/TF-Images- Stærstu stjörnurnar í liði Makedóníu - Langstærsta stjarnan í makedónska liðinu er hinn 38 ára gamli Kiril Lazarov og hann hefur verið það í að verða tvo áratugi. Kiril Lazarov hefur unnið allt með félagsliðum sínum er meðal markahæstu manna sögunnar á EM, í HM og í Meistaradeildinni. Kiril Lazarov hefur skorað yfir 1600 mörk fyrir landsliðið og er nær alltaf meðal markahæstu manna á stórmótum. Hann skoraði samtals 19 mörk í tveimur leikjum á móti Íslandi í undankeppni EM 2018. Kiril Lazarov er þriðji markahæstur á þessu HM með 25 mörk í fjórum leikjum en hann er jafnframt sá sem er búinn að gefa flestar stoðsendingar eða 20. Lazarov hefur því komið að 45 mörkum í fjórum leikjum eða yfir ellefu í leik. Vinstri hornamaðurinn Dejan Manaskov er líka frábær leikmaður og hefur aðeins skorað fimm mörkum færra en Lazarov í mótinu. Skyttan Filip Kuzmanovski og línumaðuruinn Zarko Pesevski hafa báðir skorað fimmtán mörk en bæði Pesevski og Stojance Stoilov eru mjög erfiðir við að eiga inn á línunni. Þá má ekki gleyma markverðinum Borko Ristovski sem hefur oftar en ekki reynst mótherjum sínum erfiður. Ristovski hefur varið 37 prósent allra skota á þessu HM og 50 prósent langskotanna.Raúl González þjálfar lið Makedóníu.Getty/ TF-Images- Þjálfari Makedóníu á HM 2019 - Spánverjinn Raúl González þjálfar landslið Makedóníu en hann er einnig þjálfari franska stórliðsins Paris Saint-Germain. González er á sínu fyrsta tímabili með PSG en hefur verið með makedónska landsliðið frá 2017. González tók við liði Paris Saint-Germain af Zvonimir Serdarusic sem hafði gert liðið að frönskum meisturum þrjú ár í röð. PSG er nú taplaust á toppi frönsku deildarinnar og González byrjar því vel í franska boltanum. González hafði áður unnið Meistaradeildina með RK Vardar vorið 2017 en hann hætti með liðið eftir að hafa unnið deildina í Makedóníu fjögur ár í röð frá 2015 til 2018. Raúl González var landsliðsmaður sjálfur og vann meðal annars brons á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 með spænska landsliðinu. Hann fékk líka silfur á EM 1996 og EM 1998. González byrjaði þjálfaraferill sinn sem aðstoðarþjálfari Talant Dujshebaev hjá BM Ciudad Real en González og Ólafur Stefánsson unnu marga titla saman á Spáni þegar Ólafur lék með Ciudad Real frá 2005 til 2009. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið sem mætir því íslenska á HM í handbolta i dag. 11. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Nú er komið að fimmta og síðasta leiknum í riðlinum hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Makedóníu sem hefur oft orðið á vegi íslenska liðsins í gegnum tíðina. Makedóníumenn hafa unnið tvo leiki eins og íslenska landsliðið og er þetta því algjör úrslitaleikur um þriðja sæti í riðlinum sem gefur sæti í milliriðli. Íslenska liðinu nægir reyndar jafntefli því liðið er með betri markatölu í fyrstu fjórum leikjum sínum en Makedónar.Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Makedóníu og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Makedónía á HM 2019 - Makedóníumenn komust á HM í gegnum evrópska umspilið alveg eins og íslenska landsliðið. Á meðan Ísland sló út Litháen þá hafði Makedónía betur á móti Rúmeníu. Makedónía lagði grunninn að sigrinum í umspilinu með því að vinna fyrri leikinn á heimavelli með átta marka mun, 32-24. Þeir komust þannig upp með það að tapa seinni leiknum með einu marki í Rúmenínu en unnu engu að síður einvígið með sjö marka mun, 57-50. Makedónía komst í umspilið þar sem liðið var með á Evrópumótinu í Króatíu í fyrra þar sem liðið náði ellefta sætinu.- Gengi Makedóníu á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er sjötta heimsmeistaramótið í sögu handboltalandsliðs Makedóniu en liðið er nú með á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Fyrsta heimsmeistaramót Makedóníu var HM í Egyptalandi 1999 sem er eitt af fáum heimsmeistaramótum á síðustu áratugum þar sem Ísland var ekki meðal þátttökuþjóða. Makedónía endaði í 18. sæti á sínu fyrsta HM sem er ennþá í dag slakasti árangur liðsins á heimsmeistaramótið. Þetta var líka eina heimsmeistaramót Makedóna í áratug því þeir komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en á HM 2009 sem var annað mót sem Ísland missti af. Í umspilinu fyrir HM 2009 þá vann Makedónía lið Íslands en íslensku strákarnir svöruðu því með því að vinna silfur á Ólympíuleikunum í Peking nokkrum mánuðum síðar. Besta heimsmeistaramót Makedóna var HM í Katar 2015 þegar liðið endaði í 9. sæti. Makedónska liðið endaði þá í 2. sæti í sínum riðli á eftir Krótaíu en tapaði síðan með tveggja marka mun á móti Slóveníu í sextán liða úrslitunum.Kiril Lazarov í leik á móti Íslandi á HM 2017.Vísir/EPA- Síðasta stórmót Makedóníu - Makedónía endaði í 11. sæti á EM í Króatíu í fyrra en liðið kom þá mörgum á óvart með því að vinna sinn riðil og hafa þá betur gegn bæði Þýskalandi og Slóveníu. Makedóníumenn fóru með þrjú stig í milliriðilinn en töpuðu þar öllum þremur leikjum sínum á móti Spáni, Tékklandi og Danmörku sem þýddi að þeir enduðu í neðsta sæti riðilsins. Makedónía endaði í fimmtánda sæti á síðasta heimsmeistaramóti sem var í Frakklandi fyrir tveimur árum. Makedónía var þar með Íslandi í riðli og endaði sæti ofar. Bæði lið komust í sextán liða úrslitin. Þau duttu líka bæði út þar, Ísland á móti verðandi heimsmeisturum Frakka en Makedónar á móti Norðmönnum sem fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn.Ólafur Guðmundsson reynir skot á móti Makedóníu í undankeppni EM 2018.EPA/GEORGI LICOVSKI- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Vegir Íslands og Makedóníu hafa oft legið saman á síðustu árum en oftar þó í undankeppnum stórmóta en úrslitakeppnunum sjálfum. Þjóðirnar eru sem dæmi nú saman í riðli í undankeppni EM 2020 og voru líka saman í undankeppni EM 2018. Liðin hafa ekki enn spilað innbyrðisleiki sína í undankeppni EM 2020 en í undankeppni 2018 þá unnu þau hvort sinn leikinn, Makedónía 30-25 á sínum heimavelli en Ísland 30-29 í Laugardalshöllinni. Íslenska handboltalandsliðið hefur þrisvar sinnum mætt Makedóníu á stórmóti, tvisvar á HM og einu sinni á EM. Ísland hefur aldrei tapað fyrir Makedóníu á stóra sviðinu, unnið tvo leiki og gert eitt jafnteflið. Þetta eina jafntefli kom einmitt í síðasta leik þjóðanna á stórmóti sem var á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum en leikurinn endaði 27-27. Rúnar Kárason skoraði þá jöfnunarmark Íslands sem hafði áður misst niður þriggja marka forskot á síðustu átta mínútum leiksins. Íslenska liðið vann aftur á móti báða leiki sína við Makedóna á stórmótum undir stjórn Arons Kristjánssinar, fyrst 23-19 á HM 2013 og svo 29-27 á EM 2014. Sárustu kynni Íslands af Makedóníu í tengslum við stórmót var örugglega í umspili um sæti á HM 2009. Makedónía vann þá fyrri leikinn 34-26 á heimavelli sínum. 30-23 sigur Íslands í Laugardalshöllinni var ekki nóg fyrir íslensku strákanna.Kiril Lazarov.Getty/TF-Images- Stærstu stjörnurnar í liði Makedóníu - Langstærsta stjarnan í makedónska liðinu er hinn 38 ára gamli Kiril Lazarov og hann hefur verið það í að verða tvo áratugi. Kiril Lazarov hefur unnið allt með félagsliðum sínum er meðal markahæstu manna sögunnar á EM, í HM og í Meistaradeildinni. Kiril Lazarov hefur skorað yfir 1600 mörk fyrir landsliðið og er nær alltaf meðal markahæstu manna á stórmótum. Hann skoraði samtals 19 mörk í tveimur leikjum á móti Íslandi í undankeppni EM 2018. Kiril Lazarov er þriðji markahæstur á þessu HM með 25 mörk í fjórum leikjum en hann er jafnframt sá sem er búinn að gefa flestar stoðsendingar eða 20. Lazarov hefur því komið að 45 mörkum í fjórum leikjum eða yfir ellefu í leik. Vinstri hornamaðurinn Dejan Manaskov er líka frábær leikmaður og hefur aðeins skorað fimm mörkum færra en Lazarov í mótinu. Skyttan Filip Kuzmanovski og línumaðuruinn Zarko Pesevski hafa báðir skorað fimmtán mörk en bæði Pesevski og Stojance Stoilov eru mjög erfiðir við að eiga inn á línunni. Þá má ekki gleyma markverðinum Borko Ristovski sem hefur oftar en ekki reynst mótherjum sínum erfiður. Ristovski hefur varið 37 prósent allra skota á þessu HM og 50 prósent langskotanna.Raúl González þjálfar lið Makedóníu.Getty/ TF-Images- Þjálfari Makedóníu á HM 2019 - Spánverjinn Raúl González þjálfar landslið Makedóníu en hann er einnig þjálfari franska stórliðsins Paris Saint-Germain. González er á sínu fyrsta tímabili með PSG en hefur verið með makedónska landsliðið frá 2017. González tók við liði Paris Saint-Germain af Zvonimir Serdarusic sem hafði gert liðið að frönskum meisturum þrjú ár í röð. PSG er nú taplaust á toppi frönsku deildarinnar og González byrjar því vel í franska boltanum. González hafði áður unnið Meistaradeildina með RK Vardar vorið 2017 en hann hætti með liðið eftir að hafa unnið deildina í Makedóníu fjögur ár í röð frá 2015 til 2018. Raúl González var landsliðsmaður sjálfur og vann meðal annars brons á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 með spænska landsliðinu. Hann fékk líka silfur á EM 1996 og EM 1998. González byrjaði þjálfaraferill sinn sem aðstoðarþjálfari Talant Dujshebaev hjá BM Ciudad Real en González og Ólafur Stefánsson unnu marga titla saman á Spáni þegar Ólafur lék með Ciudad Real frá 2005 til 2009.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið sem mætir því íslenska á HM í handbolta i dag. 11. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00
Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið sem mætir því íslenska á HM í handbolta i dag. 11. janúar 2019 10:00
Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00
Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30