Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. janúar 2019 10:00 Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Japan í gær sem gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika á að komast í milliriðilinn í Köln. Fréttablaðið/AFp Ísland lenti í talsverðu basli en öflugur varnarleikur skilaði liðinu yfir marklínuna í 25-21 sigri á Japan í HM í handbolta í gær. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í riðlinum og gerðu íslensku leikmennirnir sitt. Nú er aðeins einn leikur eftir og það hreinn úrslitaleikur gegn Makedóníu. Íslenska liðið nýtur góðs af því að fá nokkrar klukkustundir við viðbótar í hvíld áður en flautað verður til leiks í München í dag sem gefur þjálfarateyminu lengri tíma til undirbúnings. Íslenska liðið var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins í gær en Strákunum okkar gekk illa að ná góðu forskoti gegn spræku liði Japans. Japanska liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Dags Sigurðssonar og gáfust þeir aldrei upp. Ísland náði þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leiksins en Japan hélt Íslandi í sjö mörkum síðustu 23 mínútur fyrri hálfleiks og var munurinn aðeins eitt mark í hálfleik. Það sama var upp á teningnum framan af í seinni hálfleik. Ísland var skrefinu á undan en Japan var aldrei langt undan. Var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins þegar íslenska vörnin skellti í lás og hleypti aðeins inn einu marki á síðustu sjö mínútum leiksins að íslenska liðinu tókst að hrista japanska liðið af sér og innbyrða sigur. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, hreifst af spilamennsku japanska liðsins í leiknum. „Þetta var ekki nægilega góð spilamennska hjá Íslandi, okkar slakasta í keppninni til þessa, en ég verð að hrósa japanska liðinu. Þeir hafa verið sprækir á þessu móti og eru að búa til hörku lið. Dagur er listamaður, það er ótrúlegt hvað hann hefur gert með þetta japanska lið.“ Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik Íslands í gær. „Sóknarleikurinn var stirður og við náðum ekki sama flæði í og í undanförnum leikjum. Hornamennirnir voru góðir gegn Japan en það kom ekki mikið frá útileikmönnunum. Það sást vel hvað Aron er mikilvægur þessu liði, íslenska liðið spilar eins og Aron spilar og hann átti ekki sinn besta dag í gær,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Aron hefur verið að gefa tóninn í byrjun leikja og óskandi að hann geri það aftur í dag en mennirnir í kringum hann þurfa að stíga upp.“ Það verður erfitt fyrir Ísland að takast á við sókn Makedóníu í dag. „Riðillinn hefur spilast eins og búist var við, það er hreinn úrslitaleikur og allt undir gegn Makedóníu. Þetta verður forvitnilegur leikur. Búið er að vinna þessa tvo skyldusigra og nú er allt undir. Nú kemur í ljós úr hverju liðið okkar er gert. Lykilatriðið er að stoppa Makedóníu í sókninni. Þeir spila með auka mann í sókninni, oftast með tvo línumenn sem eru tröllvaxnir og það mun reyna á liðið að takast á við það. Ég tel að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna í dag. Makedónía telur sig vera með lið sem vinnur Ísland og Ísland þarf að fá þennan anda sem var á móti Króatíu, íslensku geðveikina.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Ísland lenti í talsverðu basli en öflugur varnarleikur skilaði liðinu yfir marklínuna í 25-21 sigri á Japan í HM í handbolta í gær. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í riðlinum og gerðu íslensku leikmennirnir sitt. Nú er aðeins einn leikur eftir og það hreinn úrslitaleikur gegn Makedóníu. Íslenska liðið nýtur góðs af því að fá nokkrar klukkustundir við viðbótar í hvíld áður en flautað verður til leiks í München í dag sem gefur þjálfarateyminu lengri tíma til undirbúnings. Íslenska liðið var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins í gær en Strákunum okkar gekk illa að ná góðu forskoti gegn spræku liði Japans. Japanska liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Dags Sigurðssonar og gáfust þeir aldrei upp. Ísland náði þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leiksins en Japan hélt Íslandi í sjö mörkum síðustu 23 mínútur fyrri hálfleiks og var munurinn aðeins eitt mark í hálfleik. Það sama var upp á teningnum framan af í seinni hálfleik. Ísland var skrefinu á undan en Japan var aldrei langt undan. Var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins þegar íslenska vörnin skellti í lás og hleypti aðeins inn einu marki á síðustu sjö mínútum leiksins að íslenska liðinu tókst að hrista japanska liðið af sér og innbyrða sigur. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, hreifst af spilamennsku japanska liðsins í leiknum. „Þetta var ekki nægilega góð spilamennska hjá Íslandi, okkar slakasta í keppninni til þessa, en ég verð að hrósa japanska liðinu. Þeir hafa verið sprækir á þessu móti og eru að búa til hörku lið. Dagur er listamaður, það er ótrúlegt hvað hann hefur gert með þetta japanska lið.“ Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik Íslands í gær. „Sóknarleikurinn var stirður og við náðum ekki sama flæði í og í undanförnum leikjum. Hornamennirnir voru góðir gegn Japan en það kom ekki mikið frá útileikmönnunum. Það sást vel hvað Aron er mikilvægur þessu liði, íslenska liðið spilar eins og Aron spilar og hann átti ekki sinn besta dag í gær,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Aron hefur verið að gefa tóninn í byrjun leikja og óskandi að hann geri það aftur í dag en mennirnir í kringum hann þurfa að stíga upp.“ Það verður erfitt fyrir Ísland að takast á við sókn Makedóníu í dag. „Riðillinn hefur spilast eins og búist var við, það er hreinn úrslitaleikur og allt undir gegn Makedóníu. Þetta verður forvitnilegur leikur. Búið er að vinna þessa tvo skyldusigra og nú er allt undir. Nú kemur í ljós úr hverju liðið okkar er gert. Lykilatriðið er að stoppa Makedóníu í sókninni. Þeir spila með auka mann í sókninni, oftast með tvo línumenn sem eru tröllvaxnir og það mun reyna á liðið að takast á við það. Ég tel að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna í dag. Makedónía telur sig vera með lið sem vinnur Ísland og Ísland þarf að fá þennan anda sem var á móti Króatíu, íslensku geðveikina.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira